Bandarískur skiptinemi leikur á íslensku Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2014 09:00 Christian segist ekki kvíða frumsýningunni heldur sé hann meira spenntur. Vísir/Daníel „Ég leik húsvörðinn og kem fyrir í tveimur senum. Ég fíla hlutverkið. Ég fæ að hafa áhrif á hina karakterana. Ég fékk tíma til að þróa persónuna mína og gæða hana miklum persónuleika því ég hef svo stuttan tíma á sviðinu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Christian Kevinson. Hann er skiptinemi í Borgarholtsskóla og tekur þátt í uppfærslu skólans á leikritinu The Breakfast Club í leikstjórn Ísgerðar Gunnarsdóttur. Leikritið verður frumsýnt í skólanum á fimmtudaginn og leikur Christian á íslensku þótt hann tali málið ekki reiprennandi. „Íslenska er áskorun. Skilningur minn er orðinn mjög mikill en ég get ekki tjáð mig mikið. Að leika á íslensku var að sumu leyti auðvelt fyrir mig því ég gat unnið mikið að tjáningu minni og að byggja upp karakterinn en ekki fest mig of mikið í tungumálinu. En þetta var tvímælalaust áhugavert ferli.“ Leikritið er byggt á samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var árið 1985 og er ein af stóru, klassísku myndunum frá níunda áratug síðustu aldar.Christian ásamt samleikurum sínum.„Það var ekki séns að ég ætlaði að missa af því að leika í leikritinu. Þetta er frábært tækifæri. Ég hef ekki leikið mikið áður og ég met þá reynslu að geta gert eitthvað sem er utan við þægindahringinn. Ég hef séð kvikmyndina og er mikill aðdáandi hennar. Hún er fyndin og hún kennir manni líka margar góðar lexíur,“ segir Christian. Christian er sautján ára og býr í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er búinn að vera á Íslandi í sjö mánuði og flýgur aftur heim í lok júní. Hann hefur notið dvalarinnar á landinu. „Mér finnst ég vera mjög velkominn í skólanum. Ég elska Ísland en, ég ætla ekki að ljúga – þetta hefur stundum verið erfitt. Auðvitað bý ég hjá yndislegri fjölskyldu en maður þarf að treysta á sig sjálfan á erfiðu stundunum. Það er erfitt að vera á framandi stað með ókunnugu fólki sem talar mál sem maður skilur ekki til fulls. Mér finnst ég hafa öðlast betri skilning á sjálfum mér.“ Christian segir framtíðina óráðna en hann dreymir um að fara aftur í nám erlendis. „Ég ætla að taka tvö ár í háskóla í heimabæ mínum og safna pening. Síðan vonandi eftir tvö ár get ég flutt til útlanda og lært meira. Mig langar mikið að ferðast. Ég stefni á að læra ljósmyndablaðamennsku, ræðumennsku eða að vera nuddari. Eða allt þrennt.“ Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira
„Ég leik húsvörðinn og kem fyrir í tveimur senum. Ég fíla hlutverkið. Ég fæ að hafa áhrif á hina karakterana. Ég fékk tíma til að þróa persónuna mína og gæða hana miklum persónuleika því ég hef svo stuttan tíma á sviðinu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Christian Kevinson. Hann er skiptinemi í Borgarholtsskóla og tekur þátt í uppfærslu skólans á leikritinu The Breakfast Club í leikstjórn Ísgerðar Gunnarsdóttur. Leikritið verður frumsýnt í skólanum á fimmtudaginn og leikur Christian á íslensku þótt hann tali málið ekki reiprennandi. „Íslenska er áskorun. Skilningur minn er orðinn mjög mikill en ég get ekki tjáð mig mikið. Að leika á íslensku var að sumu leyti auðvelt fyrir mig því ég gat unnið mikið að tjáningu minni og að byggja upp karakterinn en ekki fest mig of mikið í tungumálinu. En þetta var tvímælalaust áhugavert ferli.“ Leikritið er byggt á samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var árið 1985 og er ein af stóru, klassísku myndunum frá níunda áratug síðustu aldar.Christian ásamt samleikurum sínum.„Það var ekki séns að ég ætlaði að missa af því að leika í leikritinu. Þetta er frábært tækifæri. Ég hef ekki leikið mikið áður og ég met þá reynslu að geta gert eitthvað sem er utan við þægindahringinn. Ég hef séð kvikmyndina og er mikill aðdáandi hennar. Hún er fyndin og hún kennir manni líka margar góðar lexíur,“ segir Christian. Christian er sautján ára og býr í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er búinn að vera á Íslandi í sjö mánuði og flýgur aftur heim í lok júní. Hann hefur notið dvalarinnar á landinu. „Mér finnst ég vera mjög velkominn í skólanum. Ég elska Ísland en, ég ætla ekki að ljúga – þetta hefur stundum verið erfitt. Auðvitað bý ég hjá yndislegri fjölskyldu en maður þarf að treysta á sig sjálfan á erfiðu stundunum. Það er erfitt að vera á framandi stað með ókunnugu fólki sem talar mál sem maður skilur ekki til fulls. Mér finnst ég hafa öðlast betri skilning á sjálfum mér.“ Christian segir framtíðina óráðna en hann dreymir um að fara aftur í nám erlendis. „Ég ætla að taka tvö ár í háskóla í heimabæ mínum og safna pening. Síðan vonandi eftir tvö ár get ég flutt til útlanda og lært meira. Mig langar mikið að ferðast. Ég stefni á að læra ljósmyndablaðamennsku, ræðumennsku eða að vera nuddari. Eða allt þrennt.“
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira