Lífið

Flestir ráðherrar með iPhone

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru með iPhone 5-síma, eða fimm talsins. Hinir fjórir nota Samsung-snjallsíma.

Leikur einn er að setja inn myndir og mál á samfélagsmiðla með snjallsímum en ráðherrarnir eru misduglegir við það.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er langduglegust á Twitter með tæp þúsund tíst. Sigurður Ingi Jóhannsson er hins vegar ekki með Twitter-síðu og Ragnheiður Elín Árnadóttir notar miðilinn ekkert þótt hún hafi gerst svo nútímaleg að stofna sér reikning. Bjarni Benediktsson er kóngurinn á Facebook en rúmlega átta þúsund manns líkar við síðuna hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.