Lífið

Kate Moss á fremsta bekk með litlu systur

Fyrirsætusysturnar Kate Moss og Charlotte Moss.
Fyrirsætusysturnar Kate Moss og Charlotte Moss. mynd/gettyimages
Fyrirsætan Kate Moss tók litlu systur sína, Charlotte Moss, með á tískusýningu breska fatamerkisins Topshop Unique á tískuvikunni í London um helgina. 

Systurnar vöktu athygli þar sem þær sátu á fremsta bekk með Philip Green, eiganda Topshop-keðjunnar og Önnu Wintour ritstjóra bandaríska Vogue



Charlotte Moss, gjarna kölluð Lottie, er 16 ára gömul og var nýlega uppgötvuð af sömu fyrirsætuskrifstofu og Moss er á mála hjá. 



Lottie Moss var meðal annars brúðarmær hjá Kate er hún giftist eiginmanni sínum, Jamie Hince, 2011. 

Hér má sjá alla sýningu Topshop Unigue. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.