Lífið

Hlýtur heiðursverðlaun í New York

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sigrún Lilja fékk verðlaun í Los Angeles árið 2011.
Sigrún Lilja fékk verðlaun í Los Angeles árið 2011. Mynd/Einkasafn
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, konan á bak við hönnunarmerkið Gyðja Collection, hlýtur heiðursverðlaun á virtu verðlaunahátíðinni Expy Awards í New York sem fer fram í byrjun apríl. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi störf sín við að deila reynslu sinni og þekkingu til annarra, meðal annars með námskeiðunum Konum til athafna, Empower Women og upp úr bókunum tveimur sem hún skrifaði ásamt fleiri sérfræðingum úr viðskiptalífinu hvaðanæva úr heiminum, The Next Big Thing og The Success Secret. Þá mun margverðlaunaði rithöfundurinn Brian Tracy einnig fá heiðursverðlaun.

Sigrún Lilja fór af stað með námskeiðin Konur til athafna fyrir rúmu ári og í kjölfarið fer hún af stað með alþjóðleg samtök þar sem stefnt er að því að hvetja konur til athafna úti í heimi, þá r sérstaklega hugsað um að sníða það að þörfum kvenna í þriðja heims löndunum. Hugsjón Sigrúnar Lilju með Konum til athafna er að hvetja konur til dáða, að vera óhræddar við að láta til sín taka og fylgja draumum sínum eftir, hverjir svo sem þeir eru. Aðspurð segist Sigrún vera mjög upp með sér yfir verðlaununum.

„Sérstaklega fyrir þær sakir að ég er talin með í hópi svona mikils metinna einstaklinga. Ég stefni að sjálfsögðu á að mæta til að taka á móti verðlaunastyttunni en vegna mikilla anna hjá Gyðju Collection á þessum tíma er ekki enn öruggt að ég muni sjá mér fært að mæta,“ segir Sigrún Lilja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.