Lífið

Kim titraði og skalf

Bónorð Kanye West var sýnt í raunveruleikaþættinum, Keeping up with the Kardashians, vestanhafs um helgina.
Bónorð Kanye West var sýnt í raunveruleikaþættinum, Keeping up with the Kardashians, vestanhafs um helgina. Fréttablaðið/Getty
Kanye West náði heldur betur að koma unnustu sinni, Kim Kardashian, á óvart þegar hann skellti sér á skeljarnar í október á síðasta ári.

Bónorðið var sýnt í raunveruleikaþætti fjölskyldunnar vestanhafs um helgina. Í þættinum er Kim í áfalli eftir að West bað hennar á hafnaboltavelli að viðstöddum fjölskyldum þeirra og vinum með lúðrasveit og flugeldum.

„Ég titra öll og skelf. Kanye hefur farið framúr sjálfum sér í þetta skiptið. Mér líður eins og ég sé stödd í draumi,“ segir hin nýtrúlofaða Kim við myndavélarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.