Lífið

Er þetta trúlofunarhringur?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Katy Perry fór út að borða með kærasta sínum, tónlistarmanninum John Mayer, á föstudaginn, sjálfan Valentínusardaginn, í Los Angeles.

Katy bar baug á fingri sem minnti helst á trúlofunarhring en Katy hefur einstaklega gaman af því að fíflast í fólki og láta það halda að hún sé trúlofuð.

Þetta er annar Valentínusardagurinn í röð sem hún hefur gefið sögusögnum þess efnis að hún sé lofuð byr undir báða vængi. Hún bar líka hring á stefnumóti með John í fyrra sem hefði alveg eins getað verið trúlofunarhringur.

Hvorki Katy né John hafa tjáð sig um nýja hringinn og því enn óvíst hvort þetta sé grín eða alvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.