Lífið

Sátt við túlkun Helen Mirren

Ugla Egilsdóttir skrifar
Helen Mirren á Bafta-verðlaunahátíðinni.
Helen Mirren á Bafta-verðlaunahátíðinni. Mynd/Getty Images
Vilhjálmur Bretaprins afhenti lafði Helen Mirren heiðursverðlaun BAFTA í gærkvöldi fyrir ævistarf sitt í þágu kvikmynda. Helen Mirren sagði í viðtölum að það væri líklega merki um að konungsfjölskyldan væri ekki ósátt við túlkun hennar á Elísabetu Bretadrottningu í myndinni The Queen. Hún grínaðist með það á sviðinu þegar hún tók við verðlaununum að prinsinn ætti eiginlega að kalla hana ömmu.

Verðlaunin voru afhent í Royal Opera House í Covent Garden. Hér að neðan má sjá upptöku af því þegar Helen Mirren veitti verðlaununum viðtöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.