Lífið

Of Monsters and Men biðja um hjálp

Hljómsveitin Of Monsters and Men vill aðstoð aðdáenda sinna
Hljómsveitin Of Monsters and Men vill aðstoð aðdáenda sinna Vísir/Getty
Hljómsveitin Of Monsters and Men vinnur nú hörðum höndum þessa dagana við lagasmíðar og vill fá aðstoð aðdáenda sinna við þá vinnu. Sveitin birti fyrir skömmu færslu á fésbókarsíðu sinni, þar sem hún biður fólk um aðstoð við að veita sér innblástur.

Sveitin spyr hvað það sé sem veiti fólki innblástur, til þess að vera skapandi og biður því aðdáendur sína að deila mynd sem gæti veitt innblástur. Myndina skal svo birta á Instagram með kassmerkinu, #OMAMinspiration og- eða #UEBOOM.

Fimm heppnir aðdáendur eiga möguleika á að vinna veglegan og þráðlausan UE Boom hátalara og ætlar sveitin að taka upp sérstök hljóðskilaboð sem munu heyrast þegar að kveikt er á þessum veglega hátalara.

Innblásturs-keppninni lýkur í kvöld og verður sigurvegarinn tilkynntur á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.