Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar Már Egilsson skrifar 9. apríl 2014 07:00 Sæll, Kristján Þór. Ég vil vekja aftur athygli opinberlega á stöðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og um leið vekja þig til umhugsunar. Síðustu misseri hefur sérfræðingum í heimilislækningum áfram farið fækkandi við störf hjá HH. Nú síðast er farið að bera á alvarlegum skorti á læknum á heilsugæslum í Grafarvogi, Garðabæ, Mjódd og Efra-Breiðholti. Þetta er þróun sem ég trúi að sé hægt að snúa við og verður að snúa við. Góð byrjun væri að snúa af þeirri niðurskurðarstefnu sem hefur verið við lýði hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu árin. Skorið hefur verið niður um 500 milljónir undanfarin ár samkvæmt fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Áfram á að halda að skera meira niður. Þrátt fyrir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis hafi verið rekin hallalaus í 4 ár. Þrátt fyrir útgefin loforð og stefnur stjórnarflokkanna fyrir og eftir kosningar sem ég hef tíundað í fyrra bréfi mínu til þín sem þú hefur ekki svarað fyrir.Aðgerðalaus Þú talaðir í nýlegri grein til Morgunblaðsins um að vera aðgerðalaus og lamaður af ótta, við hina skelfilegu framtíðarsýn. Ég vona að þú sért búinn að jafna þig en ég tel að þessi viðbrögð séu ólíkleg til árangurs. Það þýðir ekki að halda fyrir augu og eyru og bíða eftir að þetta gangi yfir. Ábyrgðin er þín. Það er ekki seinna vænna að þú bregðist við þeirri neyð sem skapast hefur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Ekki með orðaflaumi um að vandinn sé ekki til staðar eða með því að slá ryki í augu almennings.1 Lestu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar þinnar og nýjustu ályktanir stjórnarflokkanna.2 Afstýrðu niðurskurðinum með markvissri kröfu til fjármálaráðuneytis.3 Greiddu veginn fyrir umbótatillögur sérnámslækna í heimilislækningum sem liggja munu fyrir þann 15. apríl. Að lokum birti ég hér útdrátt úr ályktunum flokksþinga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á síðasta ári og einnig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hvað þessi mál varðar: Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 22. maí 2013:„Mikilvægt er að efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga.“ Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokks fyrir landsfund 2013: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta.“„Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“ Ályktanir flokksþings Framsóknarmanna 2013, heilbrigðismál: „Breytingar í heilbrigðisþjónustunni á síðustu árum hafa sett allt heilbrigðiskerfið í uppnám. Því er nauðsynlegt að snúið verði þegar í stað af þeirri braut og leitað allra leiða til að hlúa að og efla heilbrigðisþjónustuna." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Sæll, Kristján Þór. Ég vil vekja aftur athygli opinberlega á stöðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og um leið vekja þig til umhugsunar. Síðustu misseri hefur sérfræðingum í heimilislækningum áfram farið fækkandi við störf hjá HH. Nú síðast er farið að bera á alvarlegum skorti á læknum á heilsugæslum í Grafarvogi, Garðabæ, Mjódd og Efra-Breiðholti. Þetta er þróun sem ég trúi að sé hægt að snúa við og verður að snúa við. Góð byrjun væri að snúa af þeirri niðurskurðarstefnu sem hefur verið við lýði hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu árin. Skorið hefur verið niður um 500 milljónir undanfarin ár samkvæmt fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Áfram á að halda að skera meira niður. Þrátt fyrir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis hafi verið rekin hallalaus í 4 ár. Þrátt fyrir útgefin loforð og stefnur stjórnarflokkanna fyrir og eftir kosningar sem ég hef tíundað í fyrra bréfi mínu til þín sem þú hefur ekki svarað fyrir.Aðgerðalaus Þú talaðir í nýlegri grein til Morgunblaðsins um að vera aðgerðalaus og lamaður af ótta, við hina skelfilegu framtíðarsýn. Ég vona að þú sért búinn að jafna þig en ég tel að þessi viðbrögð séu ólíkleg til árangurs. Það þýðir ekki að halda fyrir augu og eyru og bíða eftir að þetta gangi yfir. Ábyrgðin er þín. Það er ekki seinna vænna að þú bregðist við þeirri neyð sem skapast hefur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Ekki með orðaflaumi um að vandinn sé ekki til staðar eða með því að slá ryki í augu almennings.1 Lestu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar þinnar og nýjustu ályktanir stjórnarflokkanna.2 Afstýrðu niðurskurðinum með markvissri kröfu til fjármálaráðuneytis.3 Greiddu veginn fyrir umbótatillögur sérnámslækna í heimilislækningum sem liggja munu fyrir þann 15. apríl. Að lokum birti ég hér útdrátt úr ályktunum flokksþinga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á síðasta ári og einnig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hvað þessi mál varðar: Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 22. maí 2013:„Mikilvægt er að efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga.“ Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokks fyrir landsfund 2013: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta.“„Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“ Ályktanir flokksþings Framsóknarmanna 2013, heilbrigðismál: „Breytingar í heilbrigðisþjónustunni á síðustu árum hafa sett allt heilbrigðiskerfið í uppnám. Því er nauðsynlegt að snúið verði þegar í stað af þeirri braut og leitað allra leiða til að hlúa að og efla heilbrigðisþjónustuna."
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun