Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar Már Egilsson skrifar 9. apríl 2014 07:00 Sæll, Kristján Þór. Ég vil vekja aftur athygli opinberlega á stöðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og um leið vekja þig til umhugsunar. Síðustu misseri hefur sérfræðingum í heimilislækningum áfram farið fækkandi við störf hjá HH. Nú síðast er farið að bera á alvarlegum skorti á læknum á heilsugæslum í Grafarvogi, Garðabæ, Mjódd og Efra-Breiðholti. Þetta er þróun sem ég trúi að sé hægt að snúa við og verður að snúa við. Góð byrjun væri að snúa af þeirri niðurskurðarstefnu sem hefur verið við lýði hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu árin. Skorið hefur verið niður um 500 milljónir undanfarin ár samkvæmt fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Áfram á að halda að skera meira niður. Þrátt fyrir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis hafi verið rekin hallalaus í 4 ár. Þrátt fyrir útgefin loforð og stefnur stjórnarflokkanna fyrir og eftir kosningar sem ég hef tíundað í fyrra bréfi mínu til þín sem þú hefur ekki svarað fyrir.Aðgerðalaus Þú talaðir í nýlegri grein til Morgunblaðsins um að vera aðgerðalaus og lamaður af ótta, við hina skelfilegu framtíðarsýn. Ég vona að þú sért búinn að jafna þig en ég tel að þessi viðbrögð séu ólíkleg til árangurs. Það þýðir ekki að halda fyrir augu og eyru og bíða eftir að þetta gangi yfir. Ábyrgðin er þín. Það er ekki seinna vænna að þú bregðist við þeirri neyð sem skapast hefur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Ekki með orðaflaumi um að vandinn sé ekki til staðar eða með því að slá ryki í augu almennings.1 Lestu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar þinnar og nýjustu ályktanir stjórnarflokkanna.2 Afstýrðu niðurskurðinum með markvissri kröfu til fjármálaráðuneytis.3 Greiddu veginn fyrir umbótatillögur sérnámslækna í heimilislækningum sem liggja munu fyrir þann 15. apríl. Að lokum birti ég hér útdrátt úr ályktunum flokksþinga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á síðasta ári og einnig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hvað þessi mál varðar: Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 22. maí 2013:„Mikilvægt er að efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga.“ Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokks fyrir landsfund 2013: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta.“„Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“ Ályktanir flokksþings Framsóknarmanna 2013, heilbrigðismál: „Breytingar í heilbrigðisþjónustunni á síðustu árum hafa sett allt heilbrigðiskerfið í uppnám. Því er nauðsynlegt að snúið verði þegar í stað af þeirri braut og leitað allra leiða til að hlúa að og efla heilbrigðisþjónustuna." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sæll, Kristján Þór. Ég vil vekja aftur athygli opinberlega á stöðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og um leið vekja þig til umhugsunar. Síðustu misseri hefur sérfræðingum í heimilislækningum áfram farið fækkandi við störf hjá HH. Nú síðast er farið að bera á alvarlegum skorti á læknum á heilsugæslum í Grafarvogi, Garðabæ, Mjódd og Efra-Breiðholti. Þetta er þróun sem ég trúi að sé hægt að snúa við og verður að snúa við. Góð byrjun væri að snúa af þeirri niðurskurðarstefnu sem hefur verið við lýði hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu árin. Skorið hefur verið niður um 500 milljónir undanfarin ár samkvæmt fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Áfram á að halda að skera meira niður. Þrátt fyrir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis hafi verið rekin hallalaus í 4 ár. Þrátt fyrir útgefin loforð og stefnur stjórnarflokkanna fyrir og eftir kosningar sem ég hef tíundað í fyrra bréfi mínu til þín sem þú hefur ekki svarað fyrir.Aðgerðalaus Þú talaðir í nýlegri grein til Morgunblaðsins um að vera aðgerðalaus og lamaður af ótta, við hina skelfilegu framtíðarsýn. Ég vona að þú sért búinn að jafna þig en ég tel að þessi viðbrögð séu ólíkleg til árangurs. Það þýðir ekki að halda fyrir augu og eyru og bíða eftir að þetta gangi yfir. Ábyrgðin er þín. Það er ekki seinna vænna að þú bregðist við þeirri neyð sem skapast hefur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Ekki með orðaflaumi um að vandinn sé ekki til staðar eða með því að slá ryki í augu almennings.1 Lestu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar þinnar og nýjustu ályktanir stjórnarflokkanna.2 Afstýrðu niðurskurðinum með markvissri kröfu til fjármálaráðuneytis.3 Greiddu veginn fyrir umbótatillögur sérnámslækna í heimilislækningum sem liggja munu fyrir þann 15. apríl. Að lokum birti ég hér útdrátt úr ályktunum flokksþinga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á síðasta ári og einnig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hvað þessi mál varðar: Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 22. maí 2013:„Mikilvægt er að efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga.“ Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokks fyrir landsfund 2013: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta.“„Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“ Ályktanir flokksþings Framsóknarmanna 2013, heilbrigðismál: „Breytingar í heilbrigðisþjónustunni á síðustu árum hafa sett allt heilbrigðiskerfið í uppnám. Því er nauðsynlegt að snúið verði þegar í stað af þeirri braut og leitað allra leiða til að hlúa að og efla heilbrigðisþjónustuna."
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun