Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar Már Egilsson skrifar 9. apríl 2014 07:00 Sæll, Kristján Þór. Ég vil vekja aftur athygli opinberlega á stöðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og um leið vekja þig til umhugsunar. Síðustu misseri hefur sérfræðingum í heimilislækningum áfram farið fækkandi við störf hjá HH. Nú síðast er farið að bera á alvarlegum skorti á læknum á heilsugæslum í Grafarvogi, Garðabæ, Mjódd og Efra-Breiðholti. Þetta er þróun sem ég trúi að sé hægt að snúa við og verður að snúa við. Góð byrjun væri að snúa af þeirri niðurskurðarstefnu sem hefur verið við lýði hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu árin. Skorið hefur verið niður um 500 milljónir undanfarin ár samkvæmt fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Áfram á að halda að skera meira niður. Þrátt fyrir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis hafi verið rekin hallalaus í 4 ár. Þrátt fyrir útgefin loforð og stefnur stjórnarflokkanna fyrir og eftir kosningar sem ég hef tíundað í fyrra bréfi mínu til þín sem þú hefur ekki svarað fyrir.Aðgerðalaus Þú talaðir í nýlegri grein til Morgunblaðsins um að vera aðgerðalaus og lamaður af ótta, við hina skelfilegu framtíðarsýn. Ég vona að þú sért búinn að jafna þig en ég tel að þessi viðbrögð séu ólíkleg til árangurs. Það þýðir ekki að halda fyrir augu og eyru og bíða eftir að þetta gangi yfir. Ábyrgðin er þín. Það er ekki seinna vænna að þú bregðist við þeirri neyð sem skapast hefur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Ekki með orðaflaumi um að vandinn sé ekki til staðar eða með því að slá ryki í augu almennings.1 Lestu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar þinnar og nýjustu ályktanir stjórnarflokkanna.2 Afstýrðu niðurskurðinum með markvissri kröfu til fjármálaráðuneytis.3 Greiddu veginn fyrir umbótatillögur sérnámslækna í heimilislækningum sem liggja munu fyrir þann 15. apríl. Að lokum birti ég hér útdrátt úr ályktunum flokksþinga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á síðasta ári og einnig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hvað þessi mál varðar: Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 22. maí 2013:„Mikilvægt er að efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga.“ Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokks fyrir landsfund 2013: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta.“„Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“ Ályktanir flokksþings Framsóknarmanna 2013, heilbrigðismál: „Breytingar í heilbrigðisþjónustunni á síðustu árum hafa sett allt heilbrigðiskerfið í uppnám. Því er nauðsynlegt að snúið verði þegar í stað af þeirri braut og leitað allra leiða til að hlúa að og efla heilbrigðisþjónustuna." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sæll, Kristján Þór. Ég vil vekja aftur athygli opinberlega á stöðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og um leið vekja þig til umhugsunar. Síðustu misseri hefur sérfræðingum í heimilislækningum áfram farið fækkandi við störf hjá HH. Nú síðast er farið að bera á alvarlegum skorti á læknum á heilsugæslum í Grafarvogi, Garðabæ, Mjódd og Efra-Breiðholti. Þetta er þróun sem ég trúi að sé hægt að snúa við og verður að snúa við. Góð byrjun væri að snúa af þeirri niðurskurðarstefnu sem hefur verið við lýði hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðustu árin. Skorið hefur verið niður um 500 milljónir undanfarin ár samkvæmt fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Áfram á að halda að skera meira niður. Þrátt fyrir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis hafi verið rekin hallalaus í 4 ár. Þrátt fyrir útgefin loforð og stefnur stjórnarflokkanna fyrir og eftir kosningar sem ég hef tíundað í fyrra bréfi mínu til þín sem þú hefur ekki svarað fyrir.Aðgerðalaus Þú talaðir í nýlegri grein til Morgunblaðsins um að vera aðgerðalaus og lamaður af ótta, við hina skelfilegu framtíðarsýn. Ég vona að þú sért búinn að jafna þig en ég tel að þessi viðbrögð séu ólíkleg til árangurs. Það þýðir ekki að halda fyrir augu og eyru og bíða eftir að þetta gangi yfir. Ábyrgðin er þín. Það er ekki seinna vænna að þú bregðist við þeirri neyð sem skapast hefur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Ekki með orðaflaumi um að vandinn sé ekki til staðar eða með því að slá ryki í augu almennings.1 Lestu stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar þinnar og nýjustu ályktanir stjórnarflokkanna.2 Afstýrðu niðurskurðinum með markvissri kröfu til fjármálaráðuneytis.3 Greiddu veginn fyrir umbótatillögur sérnámslækna í heimilislækningum sem liggja munu fyrir þann 15. apríl. Að lokum birti ég hér útdrátt úr ályktunum flokksþinga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á síðasta ári og einnig stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hvað þessi mál varðar: Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 22. maí 2013:„Mikilvægt er að efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomustaðar sjúklinga.“ Ályktun velferðarnefndar Sjálfstæðisflokks fyrir landsfund 2013: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta.“„Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“ Ályktanir flokksþings Framsóknarmanna 2013, heilbrigðismál: „Breytingar í heilbrigðisþjónustunni á síðustu árum hafa sett allt heilbrigðiskerfið í uppnám. Því er nauðsynlegt að snúið verði þegar í stað af þeirri braut og leitað allra leiða til að hlúa að og efla heilbrigðisþjónustuna."
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar