Lífið

Courtney Love telur sig hafa fundið týndu vélina

Bjarki Ármannsson skrifar
Courtney Love lætur ekki sitt eftir liggja í leitinni að týndu vélinni.
Courtney Love lætur ekki sitt eftir liggja í leitinni að týndu vélinni. Vísir/AFP
Söngkonan Courtney Love deildi því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún kunni mögulega að hafa fundið malasísku farþegaþotuna sem hvarf sporlaust þann 8. mars síðastliðinn.

Vefsíðan Tomnod gefur almenningi kleift að leita vélarinnar á netinu í gegnum gervihnattaljósmyndir, en enn hefur hvorki tangur né tetur fundist. Nema að sjálfsögðu að rétt reynist kenning Love en hún hefur vandlega merkt inn bletti á myndinni, að því er virðist í myndvinnsluforritinu Paint, sem hún telur að líkist olíurákum og flugvélabraki. 

Hún hefur þó ákveðinn fyrirvara með skilaboðum sínum, sem sjá má hér fyrir neðan. Dæmi hver fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.