Lífið

Vinkonur krydda næturlífið á Selfossi

Marín Manda skrifar
Vinkonurnar Andrea og Fríða ætla sér stóra hluti á Selfossi.
Vinkonurnar Andrea og Fríða ætla sér stóra hluti á Selfossi.
Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir og Fríða Steinarsdóttir hafa tekið við næturklúbbnum Fróni en þær ætla að rífa upp nætur- og menningarlífið á Selfossi.

„Við erum með stór markmið og miklar væntingar um að rífa upp nætur-og menningarlífið á Selfossi. Það er alls ekki algengt að konur reki skemmtistað en við finnum að það er ákveðin vöntun á svona stað,“ segir Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, sem nú hefur tekið við rekstri skemmtistaðarins Fróns á Selfossi ásamt vinkonu sinni, Fríðu Steinarsdóttur, sem hefur starfað á staðnum frá upphafi.

„Við viljum gera Frón að heitasta tónlistar- og næturklúbbi Íslands og halda fleiri viðburði með góðu tónlistarfólki. Að sjálfsögðu er þetta svolítið eins og að stökkva út í djúpu laugina en ég hef menntað mig í menningarstjórnun og meðeigendur okkar virðast hafa óbilandi trú á að við getum fært þessa djammmenningu sem er í Reykjavík til Selfoss,“ segir Andrea. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.