Lífið

Löggan stoppaði Flavor Flav á leið í jarðaför mömmu sinnar

Nokkur grá hár eru farin að gera vart um sig hjá rapparanum síunga.
Nokkur grá hár eru farin að gera vart um sig hjá rapparanum síunga.
Rappgoðsögnin Flavor Flav, sem gerði allt vitlaust á sínum tíma með sveitinni Public Enemy, var stoppaður af lögreglunni í New York á leið í jarðaför móður sinnar. Hann ók langt yfir hámarkshraða og var með marijúana í fórum sínum.

Hann var einnig án ökuleyfis en hann hefur alls misst prófið 16 sinnum. Honum var sleppt úr haldi svo hann gæti náð jarðaförinni en á að mæta fyrir dómara þann 28. janúar.

Hljómsveitin Public Enemy komst í frægðarhöll Rokksins í fyrra. Á því ári gaf Flavor Flav út lagið Michael Jacksons, sem má hlusta á hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.