Fullkomin blanda af aga og frelsi Ugla Egilsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 11:30 Guðbjörg hefur áratugalanga reynslu af því að kenna ballett. Hér er hún ásamt Mariu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég var að skoða gömul ballettmyndbönd á YouTube þegar það poppaði upp auglýsing frá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins þar sem voru auglýstir tímar í fullorðinsballett. Ég trúði varla mínum eigin augum, ég var svo glöð,“ segir Maria Polgáry, nemandi í fullorðinsballett í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Maria fór í prufutíma, og hefur sótt tíma tvisvar í viku í tvö eða þrjú ár. „Ég var búin að leita svo lengi að skóla sem kenndi fullorðinsballett, án árangurs, að ég gafst upp fyrir nokkrum árum. Ég var þrítug, og hugsaði sem svo að ég ætti aldrei eftir að finna neinn sem vildi kenna mér ballett af því að ég væri allt of gömul.“Maria starfar sem þýðandi og höfðar ballettinn til hennar.FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍELMaria æfði handbolta þegar hún var lítil. „Ég æfði handbolta í fimm eða sex ár. Á táningsaldri dansaði ég líka hipphopp og smá salsa. Síðan prufaði ég ballettinn þegar ég var sextán ára, og hann smellpassaði fyrir mig. Það er besti dansinn fyrir mig. En mér fannst kennarinn ekki skemmtilegur, svo ég hætti. Ég saknaði þess samt að dansa ballett í mörg, mörg ár. Það er eitthvað í eðli ballettsins sem höfðar sterkt til mín. Hreyfingarnar eru svo fallegar og harmónískar, fullkomin blanda af aga og frelsi. Það er eitthvað rosalega fallegt við þetta,“ segir Maria. Guðbjörg Björgvinsdóttir ballettkennari hefur boðið upp á ballett fyrir fullorðna í mörg ár. „Í gegnum árin hafa mestmegnis konur komið á námskeiðin. Einn og einn karlmaður hefur slæðst með. Aldur þátttakenda hefur verið frá tvítugu og upp í konur á sjötugsaldri. Þetta er bæði fyrir algjöra byrjendur, og einnig fyrir aðra sem hafa verið í ballett áður og vilja rifja upp sporin og vera í hefðbundnum balletttímum. Það er alltaf töluverður fjöldi sem sækir þessa tíma. Í ballett eru bæði liðkandi og styrkjandi æfingar.“ Auk Ballettskóla Guðbjargar Björgvins er hægt að æfa klassískan ballett fyrir fullorðna í Ballettskóla Sigríðar Ármann. Einnig er boðið upp á svokallað Ballet Fitness í Hreyfingu og í Ballettskóla Eddu Scheving. Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
„Ég var að skoða gömul ballettmyndbönd á YouTube þegar það poppaði upp auglýsing frá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins þar sem voru auglýstir tímar í fullorðinsballett. Ég trúði varla mínum eigin augum, ég var svo glöð,“ segir Maria Polgáry, nemandi í fullorðinsballett í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Maria fór í prufutíma, og hefur sótt tíma tvisvar í viku í tvö eða þrjú ár. „Ég var búin að leita svo lengi að skóla sem kenndi fullorðinsballett, án árangurs, að ég gafst upp fyrir nokkrum árum. Ég var þrítug, og hugsaði sem svo að ég ætti aldrei eftir að finna neinn sem vildi kenna mér ballett af því að ég væri allt of gömul.“Maria starfar sem þýðandi og höfðar ballettinn til hennar.FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍELMaria æfði handbolta þegar hún var lítil. „Ég æfði handbolta í fimm eða sex ár. Á táningsaldri dansaði ég líka hipphopp og smá salsa. Síðan prufaði ég ballettinn þegar ég var sextán ára, og hann smellpassaði fyrir mig. Það er besti dansinn fyrir mig. En mér fannst kennarinn ekki skemmtilegur, svo ég hætti. Ég saknaði þess samt að dansa ballett í mörg, mörg ár. Það er eitthvað í eðli ballettsins sem höfðar sterkt til mín. Hreyfingarnar eru svo fallegar og harmónískar, fullkomin blanda af aga og frelsi. Það er eitthvað rosalega fallegt við þetta,“ segir Maria. Guðbjörg Björgvinsdóttir ballettkennari hefur boðið upp á ballett fyrir fullorðna í mörg ár. „Í gegnum árin hafa mestmegnis konur komið á námskeiðin. Einn og einn karlmaður hefur slæðst með. Aldur þátttakenda hefur verið frá tvítugu og upp í konur á sjötugsaldri. Þetta er bæði fyrir algjöra byrjendur, og einnig fyrir aðra sem hafa verið í ballett áður og vilja rifja upp sporin og vera í hefðbundnum balletttímum. Það er alltaf töluverður fjöldi sem sækir þessa tíma. Í ballett eru bæði liðkandi og styrkjandi æfingar.“ Auk Ballettskóla Guðbjargar Björgvins er hægt að æfa klassískan ballett fyrir fullorðna í Ballettskóla Sigríðar Ármann. Einnig er boðið upp á svokallað Ballet Fitness í Hreyfingu og í Ballettskóla Eddu Scheving.
Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira