Lífið

Fyrsta Hlustendaverðlaunahátíðin fer fram

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Saga Garðarsdóttir verður annar kynnir kvöldsins.
Saga Garðarsdóttir verður annar kynnir kvöldsins. fréttablaðið/daníel
„Við ákváðum að slá saman í eina stóra tónlistarverðlaunahátíð því þá nær hún til fleira fólks og fleiri einstaklingar taka þá þátt í kosningunni,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, verkefnastjóri Hlustendaverðlaunanna, en fyrsta Hlustendaverðlaunahátíðin fer fram þann 21. mars næstkomandi.

Um er að ræða verðlaunahátíð þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 fá að skera úr um hverjir vinna verðlaunin. „Við erum ekki með neinar nefndir eða sérfræðinga til að velja sigurvegarana því hlustendur útvarpsstöðvanna fá að kjósa sigurvegarana,“ útskýrir Jóhann.

Sveppi verður einnig kynnir kvöldsins.visir/anton brink
Útvarpsstöðvarnar FM957 og X-ið 977 hafa báðar haldið hlustendaverðlaunahátíðir en aldrei jafn stórar í sniðum og hátíðina í mars. „Bylgjan hefur aldrei gert þetta áður og því kjörið að gera þetta saman.“

Sveppi og Saga Garðarsdóttir verða kynnar á hátíðinni en hún fer fram í Háskólabíói 21. mars. „Stöð 2 ætlar að vera með beina sjónvarpsútsendingu frá hátíðinni,“ segir Jóhann.

Kosning er hafin á vefsíðum útvarpsstöðvanna, hverri fyrir sig. „Þau tvö nöfn sem fá flest atvæði í hverjum flokki fyrir sig, á hverri útvarpsstöð fyrir sig, fara svo í lokapottinn og hefst þá lokakosningin.“

Hér eru tenglar á vefsíður útvarpsstöðvanna.

Bylgjan, FM 957 og X-ið 977.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.