Lífið

Svíaprinsessan eignaðist stúlkubarn í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Madeleine ásamt eiginmanni sínum Christopher O'Neill.
Madeleine ásamt eiginmanni sínum Christopher O'Neill. visir/getty
Madeleine, dóttir Karls Gústaf Svíakonungs, eignaðist stúlkubarn í Bandaríkjunum í gær.

Fram kemur í tilkynningu frá sænsku konungsfjölskyldunni að móður og barni heilsist vel en fjölskyldan er stödd í New York.

Madeleine, sem er 31 árs, er gift Bretanum Christopher O'Neill en þau giftu sig síðasta sumar.

Þetta mun vera fyrsta barn hjónanna en þau eru búsett í New York.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.