Lífið

Tekur sjálfsmynd með syninum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Jessica Simpson eyddi deginum heima með syni sínum Ace Knute Johnson í gær en sá litli er aðeins átta mánaða gamall.

Jessica var dugleg að taka myndir og setti meðal annars sjálfsmynd á Instagram. Undir hana skrifaði hún einfaldlega "Sjálfsmyndastuð."

Þá birti hún einnig aðra mynd af sér og Ace þar sem þau sjást sitja á stofugólfinu en sjónvarpið fangar athygli Ace litla.

"Heltekinn af American Idol," skrifaði Jessica við þá mynd. Söngkonan á Ace með Eric Johnson, unnusta sínum. Þau eiga einnig dótturina Maxwell sem er 21 mánaðar.

Sæt á stofugólfinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.