Lindgren segir fréttaflutning í Þýskalandi rangar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 13:00 Vísir/Getty Ola Lindgren segir það rangt sem fullyrt er í þýsku blöðunum Bild og Berliner Zeitung að hann muni taka við þjálfun Füchse Berlin næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis liggur fyrir að Erlingur Richardsson verði eftirmaður Dags Sigurðssonar hjá liðinu og að hann hafi samþykkt þriggja ára samning við félagið. Lindgren er í dag annar þjálfara sænska landsliðsins sem og þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Hann sagði í samtali við Kristianstadsbladet að þetta væri einfaldlega rangt. „Ég get bara neitað þessu. Ég las þetta líka en þetta er ekki satt,“ sagði Lindgren. „Það hefur verið rætt við mig eins og marga þjálfara. Það sem okkar fór á milli er trúnaðarmál.“ Hann segir þó að hann hafi ekki átt í formlegum viðræðum við félagið. „Nei, við höfum rætt saman. Það kom almenn fyrirspurn um hvernig mín samningsmál stæðu og hvort ég hefði áhuga á starfinu.“ „Fréttaflutningurinn kom mér mjög á óvart. En að sama skapi er þetta frétt úr Bild sem er ekki með áreiðanlegustu fréttirnar. Ég las að ég hafi átt að vera á einhverjum veitingastað í Berlín og það er bara alls ekki satt.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vera áfram hjá Kristianstad. „Það er takmarkið mitt. En ef Kiel hringir á morgun þá munu aðstæður breytast. En það liggur ekkert annað fyrir hjá mér en að halda áfram að þjálfa Kristianstad.“ Bob Hanning, framkvæmdarstjóri Füchse Berlin, sagði í samtali við Handball World að það væri ekkert nýtt að frétta af málinu. Hann gat því ekki staðfest að frétt Bild væri sönn. Handbolti Tengdar fréttir Füchse Berlin staðfestir viðræður við Erling Einn sextán þjálfara sem félagið hefur rætt við. Nýr þjálfari verði ráðinn áður en HM hefst í janúar. 1. desember 2014 08:15 Ætlar ekki að standa í vegi fyrir Erlingi Erlingur Richardsson verður að öllu óbreyttu næsti þjálfari Füchse Berlin. 2. desember 2014 07:45 Erlingur búinn að gera þriggja ára samning við Füchse Berlin Erlingur Birgir Richardsson verður eftirmaður Dags Sigurðssonar hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin en hann er búinn að gera þriggja ára samning samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. 1. desember 2014 18:30 Fullyrt að Füchse hafi valið Lindgren fram yfir Erling Þýskir fjölmiðlar greina frá ráðningu Ola Lindgren til Füchse Berlin. 3. desember 2014 07:15 Füchse Berlín í viðræðum við Erling Svo gæti farið að áfram verði Íslendingur við stjórnvölinn hjá Berlínarrefunum þegar Dagur Sigurðsson hættir næsta sumar. 11. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Ola Lindgren segir það rangt sem fullyrt er í þýsku blöðunum Bild og Berliner Zeitung að hann muni taka við þjálfun Füchse Berlin næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis liggur fyrir að Erlingur Richardsson verði eftirmaður Dags Sigurðssonar hjá liðinu og að hann hafi samþykkt þriggja ára samning við félagið. Lindgren er í dag annar þjálfara sænska landsliðsins sem og þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Hann sagði í samtali við Kristianstadsbladet að þetta væri einfaldlega rangt. „Ég get bara neitað þessu. Ég las þetta líka en þetta er ekki satt,“ sagði Lindgren. „Það hefur verið rætt við mig eins og marga þjálfara. Það sem okkar fór á milli er trúnaðarmál.“ Hann segir þó að hann hafi ekki átt í formlegum viðræðum við félagið. „Nei, við höfum rætt saman. Það kom almenn fyrirspurn um hvernig mín samningsmál stæðu og hvort ég hefði áhuga á starfinu.“ „Fréttaflutningurinn kom mér mjög á óvart. En að sama skapi er þetta frétt úr Bild sem er ekki með áreiðanlegustu fréttirnar. Ég las að ég hafi átt að vera á einhverjum veitingastað í Berlín og það er bara alls ekki satt.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vera áfram hjá Kristianstad. „Það er takmarkið mitt. En ef Kiel hringir á morgun þá munu aðstæður breytast. En það liggur ekkert annað fyrir hjá mér en að halda áfram að þjálfa Kristianstad.“ Bob Hanning, framkvæmdarstjóri Füchse Berlin, sagði í samtali við Handball World að það væri ekkert nýtt að frétta af málinu. Hann gat því ekki staðfest að frétt Bild væri sönn.
Handbolti Tengdar fréttir Füchse Berlin staðfestir viðræður við Erling Einn sextán þjálfara sem félagið hefur rætt við. Nýr þjálfari verði ráðinn áður en HM hefst í janúar. 1. desember 2014 08:15 Ætlar ekki að standa í vegi fyrir Erlingi Erlingur Richardsson verður að öllu óbreyttu næsti þjálfari Füchse Berlin. 2. desember 2014 07:45 Erlingur búinn að gera þriggja ára samning við Füchse Berlin Erlingur Birgir Richardsson verður eftirmaður Dags Sigurðssonar hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin en hann er búinn að gera þriggja ára samning samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. 1. desember 2014 18:30 Fullyrt að Füchse hafi valið Lindgren fram yfir Erling Þýskir fjölmiðlar greina frá ráðningu Ola Lindgren til Füchse Berlin. 3. desember 2014 07:15 Füchse Berlín í viðræðum við Erling Svo gæti farið að áfram verði Íslendingur við stjórnvölinn hjá Berlínarrefunum þegar Dagur Sigurðsson hættir næsta sumar. 11. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Füchse Berlin staðfestir viðræður við Erling Einn sextán þjálfara sem félagið hefur rætt við. Nýr þjálfari verði ráðinn áður en HM hefst í janúar. 1. desember 2014 08:15
Ætlar ekki að standa í vegi fyrir Erlingi Erlingur Richardsson verður að öllu óbreyttu næsti þjálfari Füchse Berlin. 2. desember 2014 07:45
Erlingur búinn að gera þriggja ára samning við Füchse Berlin Erlingur Birgir Richardsson verður eftirmaður Dags Sigurðssonar hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin en hann er búinn að gera þriggja ára samning samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. 1. desember 2014 18:30
Fullyrt að Füchse hafi valið Lindgren fram yfir Erling Þýskir fjölmiðlar greina frá ráðningu Ola Lindgren til Füchse Berlin. 3. desember 2014 07:15
Füchse Berlín í viðræðum við Erling Svo gæti farið að áfram verði Íslendingur við stjórnvölinn hjá Berlínarrefunum þegar Dagur Sigurðsson hættir næsta sumar. 11. nóvember 2014 19:00