Innlent

Mikið borið á svindltilraunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu borist margar tilkynningar um símtöl sem berast erlendis frá. „En til eru svik þar sem slíkt er gert, en reynt að láta forvitna símaeigendur hringja til baka, en þá er númerið tengt við einskonar „900“ þarna úti,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar.

Þá fékk lögreglan ábendingu í gær frá manneskju sem fengið hafði tilkynningu um að nauðsynlegt væri að endurnýja kortanúmer sitt, því áskrift að netveitu einni væri að renna út.

„Vandinn var bara sá að viðkomandi kannaðist ekkert við að vera áskrifandi að umræddri netveitu.“

Lögreglan biður því fólk að passa sig á slíkum svindltilraunum og vara aðra í kringum sig við, til dæmis yngstu og elstu meðlimi fjölskyldunnar.

Viðkomandi einstaklingur var ekki áskrifandi að Netflix.Mynd/Facebook



Fleiri fréttir

Sjá meira


×