Hrekkjalómar dreifa platfréttum um andlát stjarnanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2014 10:30 Vísir/Getty Sögur um að leikarinn Wayne Knight, sem þekktastur er fyrir að leika Newman í Seinfeld, væri látinn fóru á flug um helgina. Sögurnar reyndust ekki vera sannar og leiðrétti leikarinn misskilninginn á Twitter. Þetta er hins vegar langt frá því að vera í fyrsta sinn sem sögur af þessu tagi plata heimsbyggðina upp úr skónum. Minningarræða um hann sjálfan Twitter logaði 25. júní 2009 eftir að hrekkjalómur bjó til frétt um að Jeff Goldblum hefði látist á Nýja-Sjálandi. Jeff kom fram í þætti Stephens Colbert nokkrum dögum síðar og sagðist vera lifandi. „Mér þykir leitt að trufla minn kæra vin Stephen en ég er ekki dáinn. Ég var ekki einu sinni á Nýja-Sjálandi í síðustu viku!“ sagði leikarinn. Þegar Stephen sagði honum að lögreglan á Nýja-Sjálandi hefði staðfest andlátið bauð Jeff upp á minningarræðu. „Enginn mun sakna Jeffs Goldblum meira en ég. Hann var ekki aðeins vinur og lærimeistari, hann var einnig…ég.“ Hefur dáið margoft Enginn hefur lent verr í því en leikarinn Morgan Freeman sem hefur oft látist í platfréttum. Náði þetta hámarki þegar einhver stofnaði Facebook-síðuna RIP Morgan Freeman. Þá lét stórleikarinn í sér heyra. „Ég er alltaf að lesa að ég sé dáinn eins og Mark Twain. Ég vona að þessar sögur séu ekki sannar en ef þær eru það get ég hamingjusamur sagt að lífið fyrir handan er eiginlega eins og líf mitt meðal lifandi manna.“ Ruglingslegt kassamerki Kassamerkið #nowthatchersdead ruglaði marga í ríminu þegar Margaret Thatcher lést í apríl í fyrra. Sumir lásu kassamerkið sem Now That Cher Is Dead, eða núna þegar Cher er látin. Sögusagnirnar um andlát söngkonunnar fóru á flug og var raunveruleikastjarnan Kim Kardashian ein þeirra sem létu blekkjast og tísti: „Var ég að heyra að Cher væri dáin? Er það rétt? Guð minn góður.“ Kenndi Betty White um Spéfuglinn Joan Rivers var fljót að svara fyrir sig þegar fréttir um að hún hefði látist þann 14. september árið 2011 komust á kreik. „Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Ég fór á kostum á skemmtun í Ottawa um helgina og klúðraði engu. Ég held að sagan sé komin frá Betty White – en sú tík!“ Frægasta platfrétt í heimi Söngvarinn Paul McCartney á að hafa hrokkið upp af árið 1966 og hefur staðgengill hans spilað tónlist í hans stað allar götur síðan. Í mars 2012 voru þessar sögur endurvaktar þegar kassamerkið RIP Paul McCartney varð trend á Twitter. Framdi sjálfsmorð Fréttir um að söngkonan Miley Cyrus hefði framið sjálfsmorð vegna streitu grasseruðu eftir umdeilt atriði hennar á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni í fyrra. Þá var það meira að segja tekið fram að Miley hefði tekið upp kveðju fyrir aðdáendur sína áður en hún féll fyrir eigin hendi. Hún er að sjálfsgöðu enn sprelllifandi. Ánægður með að vera á lífi Fréttir um að Playboy-kóngurinn Hugh Hefner hefði látist úr hjartaáfalli þann 11. júlí árið 2011 fóru eins og eldur í sinu um heiminn. Hugh ákvað að leiðrétta þennan hvimleiða misskilning á Twitter-síðu sinni. „Ég er glaður yfir að sjá hve margir eru ánægðir með það að ég sé ekki dauður. Það er ég líka.“Lést í flugslysiVefsíðan fakeawish.com sagði frá því í júní árið 2009 að leikarinn George Clooney hefði látist í flugslysi. Margir trúðu þessu og komust sumir vina leikarans í mikið uppnám.Staðfesti andlátið á Twitter Leikarinn Russell Crowe átti að hafa dáið þann 10. júní árið 2010 þegar hann var í tökum á kvikmynd í Austurríki. Russell tók þátt í gríninu og staðfesti það á Twitter. „Ég get ekki svarað tístum eftir að ég datt niður af fjallsbrún í Austurríki. Fjölmiðlar hafa aldrei rangt fyrir sér.“Í himnaríkiJon Bon Jovi lést þann 19. desember 2011 samkvæmt fjölda frétta og vefsíðunni Wikipedia. Söngvarinn sannaði að hann væri lifandi á Facebook og birti mynd af sér með orðsendingu sem í stóð: „Himnaríki lítur út eins og New Jersey, 19. desember 2011, 6.00.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Sögur um að leikarinn Wayne Knight, sem þekktastur er fyrir að leika Newman í Seinfeld, væri látinn fóru á flug um helgina. Sögurnar reyndust ekki vera sannar og leiðrétti leikarinn misskilninginn á Twitter. Þetta er hins vegar langt frá því að vera í fyrsta sinn sem sögur af þessu tagi plata heimsbyggðina upp úr skónum. Minningarræða um hann sjálfan Twitter logaði 25. júní 2009 eftir að hrekkjalómur bjó til frétt um að Jeff Goldblum hefði látist á Nýja-Sjálandi. Jeff kom fram í þætti Stephens Colbert nokkrum dögum síðar og sagðist vera lifandi. „Mér þykir leitt að trufla minn kæra vin Stephen en ég er ekki dáinn. Ég var ekki einu sinni á Nýja-Sjálandi í síðustu viku!“ sagði leikarinn. Þegar Stephen sagði honum að lögreglan á Nýja-Sjálandi hefði staðfest andlátið bauð Jeff upp á minningarræðu. „Enginn mun sakna Jeffs Goldblum meira en ég. Hann var ekki aðeins vinur og lærimeistari, hann var einnig…ég.“ Hefur dáið margoft Enginn hefur lent verr í því en leikarinn Morgan Freeman sem hefur oft látist í platfréttum. Náði þetta hámarki þegar einhver stofnaði Facebook-síðuna RIP Morgan Freeman. Þá lét stórleikarinn í sér heyra. „Ég er alltaf að lesa að ég sé dáinn eins og Mark Twain. Ég vona að þessar sögur séu ekki sannar en ef þær eru það get ég hamingjusamur sagt að lífið fyrir handan er eiginlega eins og líf mitt meðal lifandi manna.“ Ruglingslegt kassamerki Kassamerkið #nowthatchersdead ruglaði marga í ríminu þegar Margaret Thatcher lést í apríl í fyrra. Sumir lásu kassamerkið sem Now That Cher Is Dead, eða núna þegar Cher er látin. Sögusagnirnar um andlát söngkonunnar fóru á flug og var raunveruleikastjarnan Kim Kardashian ein þeirra sem létu blekkjast og tísti: „Var ég að heyra að Cher væri dáin? Er það rétt? Guð minn góður.“ Kenndi Betty White um Spéfuglinn Joan Rivers var fljót að svara fyrir sig þegar fréttir um að hún hefði látist þann 14. september árið 2011 komust á kreik. „Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Ég fór á kostum á skemmtun í Ottawa um helgina og klúðraði engu. Ég held að sagan sé komin frá Betty White – en sú tík!“ Frægasta platfrétt í heimi Söngvarinn Paul McCartney á að hafa hrokkið upp af árið 1966 og hefur staðgengill hans spilað tónlist í hans stað allar götur síðan. Í mars 2012 voru þessar sögur endurvaktar þegar kassamerkið RIP Paul McCartney varð trend á Twitter. Framdi sjálfsmorð Fréttir um að söngkonan Miley Cyrus hefði framið sjálfsmorð vegna streitu grasseruðu eftir umdeilt atriði hennar á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni í fyrra. Þá var það meira að segja tekið fram að Miley hefði tekið upp kveðju fyrir aðdáendur sína áður en hún féll fyrir eigin hendi. Hún er að sjálfsgöðu enn sprelllifandi. Ánægður með að vera á lífi Fréttir um að Playboy-kóngurinn Hugh Hefner hefði látist úr hjartaáfalli þann 11. júlí árið 2011 fóru eins og eldur í sinu um heiminn. Hugh ákvað að leiðrétta þennan hvimleiða misskilning á Twitter-síðu sinni. „Ég er glaður yfir að sjá hve margir eru ánægðir með það að ég sé ekki dauður. Það er ég líka.“Lést í flugslysiVefsíðan fakeawish.com sagði frá því í júní árið 2009 að leikarinn George Clooney hefði látist í flugslysi. Margir trúðu þessu og komust sumir vina leikarans í mikið uppnám.Staðfesti andlátið á Twitter Leikarinn Russell Crowe átti að hafa dáið þann 10. júní árið 2010 þegar hann var í tökum á kvikmynd í Austurríki. Russell tók þátt í gríninu og staðfesti það á Twitter. „Ég get ekki svarað tístum eftir að ég datt niður af fjallsbrún í Austurríki. Fjölmiðlar hafa aldrei rangt fyrir sér.“Í himnaríkiJon Bon Jovi lést þann 19. desember 2011 samkvæmt fjölda frétta og vefsíðunni Wikipedia. Söngvarinn sannaði að hann væri lifandi á Facebook og birti mynd af sér með orðsendingu sem í stóð: „Himnaríki lítur út eins og New Jersey, 19. desember 2011, 6.00.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira