Lífið

Vesturport lyftir sér upp með Óskarsverðlaunahafa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn vill lítið tjá sig um Cuarón.
Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn vill lítið tjá sig um Cuarón. Vísir/Hörður Sveinsson
„Hann var hér um helgina og svo sem ekkert meira um það að segja. Ég get staðfest að það séu tengsl okkar á milli en get ekki farið nánar út í neitt sem því tengist,“ segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson, meðlimur leikhópsins Vesturports, um veru Óskarsverðlaunahafans Alfonsos Cuarón á landinu um síðustu helgi. Eyddi Alfonso tíma með Vesturportsfólki en Gísli er þögull sem gröfin um það hvort leikhópurinn ætli í samstarf við leikstjórann.

„Við vorum með honum á Loftinu og víðar um helgina. Það var rosa fjör,“ bætir Gísli við og mærir Alfonso sem listamann.

Cuarón var sigursæll á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir stuttu en mynd hans, Gravity, sópaði til sín sjö verðlaunum og hlaut hann styttuna eftirsóknarverðu fyrir bestu leikstjórn.

Vesturport hefur notið mikillar velgengni síðustu ár og er leikhópurinn vanur því að vinna með þekktum listamönnum. Má þar til dæmis nefna samstarf við tónlistarmennina Nick Cave og Warren Ellis fyrir leikritið Faust.

Alfonso á Óskarsverðlaununum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.