Lífið

Myndaði Charlotte Church

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Charlotte Church dvaldi hér á landi í nóvember og pósaði fyrir Braga Þór. Voru myndirnar birtar í The Guardian.
Charlotte Church dvaldi hér á landi í nóvember og pósaði fyrir Braga Þór. Voru myndirnar birtar í The Guardian. mynd/Bragi Þór Jósefsson
„Ég á ekki plötu með henni og veit í rauninni ekkert um hana. Ég gúgglaði hana samt þegar ég fékk djobbið,“ segir Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari, sem myndaði velsku tónlistar- og leikkonuna Charlotte Church þegar hún dvaldi hér á landi í nóvembermánuði síðastliðnum.

Undir lok janúarmánaðar birtist stór og mikil grein um Church í The Guardian og henni fylgdi fjöldi mynda eftir Braga Þór. „Ég myndaði þau við köfun í Silfru á Þingvöllum, hjá Geysi og við Gígjökul. Charlotte Church er víst voða fræg en ég vissi nú samt ekkert hver hún var. Hún var ósköp indæl og virtist vera ljúf stelpa,“ segir Bragi Þór.

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Bragi Þór myndar fyrir erlenda miðla. „Ég er alltaf eitthvað að mynda fyrir erlenda miðla eins og The Guardian, Wallpaper og Wallstreet Journal svo dæmi séu tekin. Ég er með umboðsskrifstofu, Wonderful Machine, í Bandaríkjunum og fæ oft verkefni í gegnum hana,“ útskýrir Bragi Þór.

Bragi Þór.
Charlotte Church, sem var hér á landi í tvo til þrjá daga í nóvembermánuði, er margverðlaunuð og hefur gefið út sex plötur og selt yfir tíu milljónir platna á heimsvísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.