Lífið

Opnar sig um dauða systur sinnar

Ugla Egilsdóttir skrifar
Olivia Newton-John sló í gegn í Grease.
Olivia Newton-John sló í gegn í Grease.
Olivia Newton-John talaði um dauða systur sinnar í viðtali við Entertainment Tonight News. Illkynja heilaæxli dró systur hennar, Roma, til dauða í maí síðastliðnum.

„Á tímabili hélt ég að ég myndi aldrei syngja framar, en tíminn læknar flest sár,“ sagði Olivia. „Ekki öll, en það hjálpar að syngja. Alltaf þegar eitthvað bjátar á hefur tónlistin hjálpað mér að takast á við erfiðleikana.“

Olivia heldur bráðum tónleika í Las Vegas sem hafa lengi staðið til. Hún frestaði dvöl sinni í Vegas til að vera með fjölskyldunni þegar Rona greindist. Tónleikarnir skipta hana miklu máli vegna þess að hluti af ágóðanum af miðasölunni rennur í góðgerðarsjóð hennar sem heitir Olivia Newton-John Cancer and Wellness Centre.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.