Lífið

Fjöldi á formlegri opnun í Hafnarhúsinu

Ellý Ármanns skrifar
myndir/kristinn svanur jónsson
Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina þegar sýningin Hljómfall litar og línu var formlega opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fjöldi manns mætti á sýninguna sem snýst um myndlistarverk í anda „sjónrænnar tónlistar“ eða visual music en á henni eru verk eftir rúmlega þrjátíu listamenn.

Þóra Tómasdóttir og Arnar Ásgeirsson.
Sýningin er þrískipt en í fyrsta hluta hennar eru sýnd lykilverk eftir helstu frumkvöðla sjónrænnar tónlistar, Viking Eggeling,ThomasWilfred, Oskar Fischinger og bræðurna John og James Whitney. Verkin gefa hugmynd um sögulegt baksvið listgreinarinnar. 

Annar hluti sýningarinnar samanstendur af verkum eftir íslenska og erlenda samtímalistamenn. Meðal verka er ný innsetning, Trajectories, eftir Sigurð Guðjónsson og Önnu Þorvaldsdóttur.

Lillý Valgerður Oddsdóttir og Ingimar Jóhannsson.
Þá verður sýnt verkið DeCore (aurae), eftir listamanninn Doddu Maggý og valin verk eftir bandaríska listamanninn Jeremy Blake. Einnig verða sýnd verðlaunaverk frá sjónrænu tónlistarhátíðinni. Jón Proppé er sýningarstjóri þriðja hluta sýningarinnar sem samanstendur af minni verkum eftir rúmlega 20 listamenn. Þeirra á meðal eru verk eftir Dieter Roth, Svavar Guðnason,Margréti Blöndal, Önnu Jóelsdóttur og Kjarval. Verkin sýna hvernig hugmyndir um samhengi myndlistar og tónlistar þróuðust hér á landi.

Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason, Yean Fee Quay og Jón Proppé.

Katrín Pétursdóttir, Goddur og Sigrún Birgisdóttir.
Björk Viggósdóttir og Xárene Eskandar.
Guðríður Ósk Þórisdóttir, Dodda Maggý og Eva Engilrá Thoroddsen.
Ingi Rafn Steinarsson og Helgi Þórsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.