Lífið

Ryan Phillippe snýr aftur

Ryan Phillippe snýr aftur.
Ryan Phillippe snýr aftur. nordicphotos/getty
Stórleikarinn Ryan Phillippe sem líklega best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við 54, I Know What You Did Last Summer ogDamages er nú á lokasprettinum við að landa aðalhlutverkinu í nýjustu dramaþáttunum á ABC sjónvarpsstöðinni, Secrets & Lies.

Þættirnir eru byggðir á Áströlskum ráðgátuþáttum. Þeir fjalla um mann sem finnur lík af ungum dreng og verður hann fljótt grunaður um morðið á drengnum. Hann á engra kosta völ og þarf því að finna hinn eina sanna morðingja, svo hann missi ekki konuna sína, barnið og líf sitt.

Barbie Kligman
skrifar þættina en hann er best þekktur fyrir að skrifa þættina Private Practice og Charles McDougall sem leikstýrir Desperate Housewives mun leikstýra þáttunum.



Philippe steig fyrst fram á sjónvarsviðið árið 1992 þegar hann lék í fyrsta sinn samkynhneigðan táning í þáttunum One Life to Live.



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.