Lífið

Leonardo DiCaprio nágranni Jóns Óttars og Margrétar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio, sem tilnefndur er til Óskarsins fyrir frammistöðu sína í The Wolf of Wall Street, hefur fest kaup á splunkunýrri íbúð í Palm Springs. Er hún metin á 5,3 milljónir dollara, tæplega sex hundruð milljónir króna.

Nýja heimilið er í hverfinu Old Las Palmas og var eitt sinn í eigu leik- og söngkonunnar Dinuh Shore. Það er búið sex svefnherbergjum og sjö baðherbergjum.

Þá fylgir íbúðinni sundlaug, tennisvöllur og líkamsræktarstöð. 

Margrét og Jón Óttar.
Íslensku hjónin og kvikmyndaframleiðendurnir Jón Óttar Ragnarsson og Margrét Hrafnsdóttir búa í þessu fallega hverfi og herma heimildir Vísis að þau séu afar spennt fyrir nýja nágrannanum.

Leonardo seldi íbúð sína í Malibu í desember í fyrra en hún var á sölu í tvö ár. Fékk hann 17,35 milljónir dollara fyrir, tæpa tvo milljarði króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.