Guetta er með vinsælli tónlistarmönnum heims, en hann hefur unnið tónlist með poppstjörnum á borð við Rihanna og Snoop Dogg ásamt því að gefa út eigið efni. Hann hefur selt rúmlega sex milljónir platna og kannast djammþyrstari Íslendingar ábyggilega við smelli hans „Titanium,“„Sexy Bitch“ og „Memories.“
Hann hefur þegar gengið í hinn eftirsótta félagsskap Íslandssvina, en hann hélt tónleika hérlendis með Gus Gus árið 2008 og tók upp myndbandið við lag sitt, „She Wolf“ hér á landi árið 2012.
Það er umboðsstofan Sky Agency sem flytur inn Guetta og eru tónleikarnir haldnir í samstarfi við Burn og Dominos.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við „She Wolf.“