Bara Íslendingar í nýjasta myndbandi David Guetta BBI skrifar 11. október 2012 21:37 Nýjasta myndband tónlistarmannsins og plötusnúðarins David Guetta var tekið upp á Íslandi. Allir leikarar í myndbandinu eru íslenskir en það var Pegasus sem sá um framleiðsluna. Myndbandið við lagið She Wolf var frumsýnt 28. september síðastliðinn en síðan þá hafa rúmlega 14 milljónir manna horft á myndbandið á Youtube. Í myndbandinu eltast nokkrir villimenn við úlf til þess að veiða hann. Að lokum tekst þeim að króa hann af en þá kemur á daginn að skepnan er kvenkyns varúlfur sem sprengir þá í tætlur. Alfreð Gíslason, framleiðslustjóri hjá Pegasus, segir að framleiðendur myndbandsins hafi verið hrifnir af íslensku leikurunum og landinu. "Við höfum langflottasta leikaraliðið hér á landi fyrir útlitið sem þá vantaði. Það eru svo margir skeggjaðir hérna og í þessu villimannsútliti sem þeir voru að leita að," segir hann. Það tók þrjá daga að skjóta myndbandið hér á landi en eftir það tók við flókin grafíkvinna, enda mikið af tæknibrellum í myndbandinu. Um 15 manna tökulið kom til landsins vegna myndbandsins en alls komu um 50 Íslendingar að gerð þess. Leikstjóri myndbandsins er hinn bandaríski Hiro Murai en hann hefur meðal annars gert myndabönd fyrir sveitir á borð við Bloc Party, St. Vincent, Scissor Sisters og Azealia Banks. Hér að ofan má sjá myndbandið. Tengdar fréttir David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi "Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. 24. ágúst 2012 10:41 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Nýjasta myndband tónlistarmannsins og plötusnúðarins David Guetta var tekið upp á Íslandi. Allir leikarar í myndbandinu eru íslenskir en það var Pegasus sem sá um framleiðsluna. Myndbandið við lagið She Wolf var frumsýnt 28. september síðastliðinn en síðan þá hafa rúmlega 14 milljónir manna horft á myndbandið á Youtube. Í myndbandinu eltast nokkrir villimenn við úlf til þess að veiða hann. Að lokum tekst þeim að króa hann af en þá kemur á daginn að skepnan er kvenkyns varúlfur sem sprengir þá í tætlur. Alfreð Gíslason, framleiðslustjóri hjá Pegasus, segir að framleiðendur myndbandsins hafi verið hrifnir af íslensku leikurunum og landinu. "Við höfum langflottasta leikaraliðið hér á landi fyrir útlitið sem þá vantaði. Það eru svo margir skeggjaðir hérna og í þessu villimannsútliti sem þeir voru að leita að," segir hann. Það tók þrjá daga að skjóta myndbandið hér á landi en eftir það tók við flókin grafíkvinna, enda mikið af tæknibrellum í myndbandinu. Um 15 manna tökulið kom til landsins vegna myndbandsins en alls komu um 50 Íslendingar að gerð þess. Leikstjóri myndbandsins er hinn bandaríski Hiro Murai en hann hefur meðal annars gert myndabönd fyrir sveitir á borð við Bloc Party, St. Vincent, Scissor Sisters og Azealia Banks. Hér að ofan má sjá myndbandið.
Tengdar fréttir David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi "Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. 24. ágúst 2012 10:41 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi "Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. 24. ágúst 2012 10:41