Framtíðin að prenta hönnunina í þrívídd 17. október 2014 10:00 Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður Vísir/Ernir Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður tekur þátt í Burst Open sem er alþjóðleg samsýning hönnuða haldin í Ástralíu. Yfirskrift sýningarinnar er „open source“ eða opið kerfi, en hugtakið verður sífellt vinsælla í hönnunarheiminum í dag, sérstaklega með tilkomu þrívíddarprentara, þar sem lögð er áhersla á ferlið en ekki lokaútkomuna sem slíka. Sex hönnuðir um allan heim tóku þátt og var þeirra hlutverk að staðsetja hönnuðinn í ferlinu. Í stað þess að kaupa vöruna er aðgangur keyptur að teikningum af henni. „Ég fékk mikinn innblástur frá ítalska hönnuðinum Enzo Mari, en hann var mikill frumkvöðull í þessari opnu hönnun. Árið 1968 gaf hann út teikningabók þar sem hann hafði gert teikningar af húsgögnum sem þú smíðaðir svo sjálfur út frá því. Munurinn er auðvitað að hann gaf út bók, sem er efnisleg, en í dag er þetta á stafrænu formi, óefnislegt,“ segir Garðar. Þátttakendur áttu að velja sér einn þekktan hlut til þess að vinna með, setja í nýjan farveg og nota í hönnunina og valdi Garðar að nota svokölluð bensli eða „zip-tie“. „Ég valdi mér nú bara að gera lampa, notaði íslenskt efni, líparít í botninn, birkitré í stöngina og hreindýraleður í skerminn og festi saman með benslunum. Hugmyndin er svo að ef einhver ætlar að gera lampann til dæmis í Ástralíu getur hann notað staðbundið efni þar,“ segir Garðar. Hann segir þetta gríðarlega spennandi tækifæri til þess að vinna með hugmyndir varðandi iðn og framleiðslu. „Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast í þessu, handverk er að fá alveg nýja meiningu og búa til sitt eigið, eins og keramík með þrívíddarprentara,“ segir hann. „Það var ótrúlega gaman að leika sér í þessum nýja veruleika og skoða hvernig hugmyndir um fegurð og efnisnotkun breytast í þessu ferli. Þetta er vísir að einhverju sem gæti mögulega verið vaxandi, sem er spennandi, því þetta gæti breytt öllum hönnunarbransanum,“ segir hann. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður tekur þátt í Burst Open sem er alþjóðleg samsýning hönnuða haldin í Ástralíu. Yfirskrift sýningarinnar er „open source“ eða opið kerfi, en hugtakið verður sífellt vinsælla í hönnunarheiminum í dag, sérstaklega með tilkomu þrívíddarprentara, þar sem lögð er áhersla á ferlið en ekki lokaútkomuna sem slíka. Sex hönnuðir um allan heim tóku þátt og var þeirra hlutverk að staðsetja hönnuðinn í ferlinu. Í stað þess að kaupa vöruna er aðgangur keyptur að teikningum af henni. „Ég fékk mikinn innblástur frá ítalska hönnuðinum Enzo Mari, en hann var mikill frumkvöðull í þessari opnu hönnun. Árið 1968 gaf hann út teikningabók þar sem hann hafði gert teikningar af húsgögnum sem þú smíðaðir svo sjálfur út frá því. Munurinn er auðvitað að hann gaf út bók, sem er efnisleg, en í dag er þetta á stafrænu formi, óefnislegt,“ segir Garðar. Þátttakendur áttu að velja sér einn þekktan hlut til þess að vinna með, setja í nýjan farveg og nota í hönnunina og valdi Garðar að nota svokölluð bensli eða „zip-tie“. „Ég valdi mér nú bara að gera lampa, notaði íslenskt efni, líparít í botninn, birkitré í stöngina og hreindýraleður í skerminn og festi saman með benslunum. Hugmyndin er svo að ef einhver ætlar að gera lampann til dæmis í Ástralíu getur hann notað staðbundið efni þar,“ segir Garðar. Hann segir þetta gríðarlega spennandi tækifæri til þess að vinna með hugmyndir varðandi iðn og framleiðslu. „Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast í þessu, handverk er að fá alveg nýja meiningu og búa til sitt eigið, eins og keramík með þrívíddarprentara,“ segir hann. „Það var ótrúlega gaman að leika sér í þessum nýja veruleika og skoða hvernig hugmyndir um fegurð og efnisnotkun breytast í þessu ferli. Þetta er vísir að einhverju sem gæti mögulega verið vaxandi, sem er spennandi, því þetta gæti breytt öllum hönnunarbransanum,“ segir hann.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira