Framtíðin að prenta hönnunina í þrívídd 17. október 2014 10:00 Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður Vísir/Ernir Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður tekur þátt í Burst Open sem er alþjóðleg samsýning hönnuða haldin í Ástralíu. Yfirskrift sýningarinnar er „open source“ eða opið kerfi, en hugtakið verður sífellt vinsælla í hönnunarheiminum í dag, sérstaklega með tilkomu þrívíddarprentara, þar sem lögð er áhersla á ferlið en ekki lokaútkomuna sem slíka. Sex hönnuðir um allan heim tóku þátt og var þeirra hlutverk að staðsetja hönnuðinn í ferlinu. Í stað þess að kaupa vöruna er aðgangur keyptur að teikningum af henni. „Ég fékk mikinn innblástur frá ítalska hönnuðinum Enzo Mari, en hann var mikill frumkvöðull í þessari opnu hönnun. Árið 1968 gaf hann út teikningabók þar sem hann hafði gert teikningar af húsgögnum sem þú smíðaðir svo sjálfur út frá því. Munurinn er auðvitað að hann gaf út bók, sem er efnisleg, en í dag er þetta á stafrænu formi, óefnislegt,“ segir Garðar. Þátttakendur áttu að velja sér einn þekktan hlut til þess að vinna með, setja í nýjan farveg og nota í hönnunina og valdi Garðar að nota svokölluð bensli eða „zip-tie“. „Ég valdi mér nú bara að gera lampa, notaði íslenskt efni, líparít í botninn, birkitré í stöngina og hreindýraleður í skerminn og festi saman með benslunum. Hugmyndin er svo að ef einhver ætlar að gera lampann til dæmis í Ástralíu getur hann notað staðbundið efni þar,“ segir Garðar. Hann segir þetta gríðarlega spennandi tækifæri til þess að vinna með hugmyndir varðandi iðn og framleiðslu. „Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast í þessu, handverk er að fá alveg nýja meiningu og búa til sitt eigið, eins og keramík með þrívíddarprentara,“ segir hann. „Það var ótrúlega gaman að leika sér í þessum nýja veruleika og skoða hvernig hugmyndir um fegurð og efnisnotkun breytast í þessu ferli. Þetta er vísir að einhverju sem gæti mögulega verið vaxandi, sem er spennandi, því þetta gæti breytt öllum hönnunarbransanum,“ segir hann. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður tekur þátt í Burst Open sem er alþjóðleg samsýning hönnuða haldin í Ástralíu. Yfirskrift sýningarinnar er „open source“ eða opið kerfi, en hugtakið verður sífellt vinsælla í hönnunarheiminum í dag, sérstaklega með tilkomu þrívíddarprentara, þar sem lögð er áhersla á ferlið en ekki lokaútkomuna sem slíka. Sex hönnuðir um allan heim tóku þátt og var þeirra hlutverk að staðsetja hönnuðinn í ferlinu. Í stað þess að kaupa vöruna er aðgangur keyptur að teikningum af henni. „Ég fékk mikinn innblástur frá ítalska hönnuðinum Enzo Mari, en hann var mikill frumkvöðull í þessari opnu hönnun. Árið 1968 gaf hann út teikningabók þar sem hann hafði gert teikningar af húsgögnum sem þú smíðaðir svo sjálfur út frá því. Munurinn er auðvitað að hann gaf út bók, sem er efnisleg, en í dag er þetta á stafrænu formi, óefnislegt,“ segir Garðar. Þátttakendur áttu að velja sér einn þekktan hlut til þess að vinna með, setja í nýjan farveg og nota í hönnunina og valdi Garðar að nota svokölluð bensli eða „zip-tie“. „Ég valdi mér nú bara að gera lampa, notaði íslenskt efni, líparít í botninn, birkitré í stöngina og hreindýraleður í skerminn og festi saman með benslunum. Hugmyndin er svo að ef einhver ætlar að gera lampann til dæmis í Ástralíu getur hann notað staðbundið efni þar,“ segir Garðar. Hann segir þetta gríðarlega spennandi tækifæri til þess að vinna með hugmyndir varðandi iðn og framleiðslu. „Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast í þessu, handverk er að fá alveg nýja meiningu og búa til sitt eigið, eins og keramík með þrívíddarprentara,“ segir hann. „Það var ótrúlega gaman að leika sér í þessum nýja veruleika og skoða hvernig hugmyndir um fegurð og efnisnotkun breytast í þessu ferli. Þetta er vísir að einhverju sem gæti mögulega verið vaxandi, sem er spennandi, því þetta gæti breytt öllum hönnunarbransanum,“ segir hann.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira