Hagkvæmara fyrir sveitarfélög að hver panti bíl þegar honum hentar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. maí 2014 07:30 „Ég verð starfsmaður í þjálfun og ætla að nýta tímann að kynnast starfseminni betur,“ segir Bergvin sem ætlar að vinna launalaust fyrsta mánuðinn. VÍSIR/STEFÁN Bergvin Oddsson var kjörinn formaður Blindrafélagsins á aðalfundi félagsins á laugardaginn. Hann segir metþátttöku hafa verið í kosningunni en 132 greiddu atkvæði. Þá var kosningin afar jöfn en hann fékk 66 atkvæði en Rósa María Hjörvar sem bauð sig fram á móti honum fékk 65 atkvæði. Eitt atkvæði var síðan annað hvort autt eða ógilt. „Þannig að þetta er minnsti munur sem gat verið á milli okkar,“ segir hann.Blindir þurfa að ferðast með öðrum Baráttmál félagsins er mörg að sögn Bergvins. „Langmesta hagsmunamál blindra og sjónskertra núna er ferðaþjónustan,“ segir hann. Í nokkrum bæjarfélögum, til dæmis í Reykjavík, á Akureyri og Seltjarnarnesi er blindum og sjónskertum boðin leigubílaþjónusta. Þá stýrir notandinn þjónustunni sjálfur og pantar bíl þegar hann þarf á honum að halda. Önnur sveitarfélög bjóði því miður ekki upp á þessa þjónustu og nefnir hann Hafnarfjörð og Kópavog sem dæmi í þeim efnum. Í hvorum bænum fyrir sig búi um 50 manns sem þurfi á slíkri ferðaþjónustu að halda. Sú þjónusta sem er í boði þar er hins vegar ferðaþjónusta fatlaðra. En hún gengur þannig fyrir sig að panta þarf ferð með bíl fyrir klukkan 16 daginn áður en nota á þjónustuna. Sá einstaklingur sem notar slíka þjónustu þarf þá að deila bílferð með jafnvel fjórum öðrum og því þarf hann að stoppa á nokkrum stöðum á leið sinni. „Einstaklingurinn þarf þá kannski að stoppa á tveimur öðrum stöðum á leið sinni í vinnuna þar sækja þarf fleiri farþega.“Hagkvæmara að nota leigubílaþjónustu „Þessu viljum við breyta,“ segir Bergvin. „Við höfum bent sveitarfélögunum á það að leigubílaþjónustan er mun hagkvæmari fyrir þau. Það þarf fólk í vinnu þar til að taka við pöntunum vegna ferðaþjónustunnar. Það þarf að kaupa bíla og reka þá.“ Hann segir margfalt hagkvæmara fyrir sveitarfélögin að vera með leigubilaþjónustu og í leið sé það einnig mun hagkvæmara fyrir þann sem þarf á ferðaþjónustu að halda.Vinnur launalaust fyrsta mánuðinn Blindrafélagið veitir ýmsa þjónustu til félagsmanna sinna sem eru um 600 talsins. „Formaðurinn leiðir starfið og mótar það og hann þarf að vera öflugur í að virkja grasrótina,“ segir Bergvin. Félagsmenn eru allt frá ungabörnum upp í eldri borgara þannig að þarfirnar eru mismunandi. Bergvin er spenntur að takast á við nýtt hlutverk en hann verður nú formaður að minnsta kosti næstu tvö árin. Hann segist ekki munu þiggja laun fyrsta mánuðinn. „Ég verð starfsmaður í þjálfun og ætla að nýta tímann að kynnast starfseminni betur.“ Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Bergvin Oddsson var kjörinn formaður Blindrafélagsins á aðalfundi félagsins á laugardaginn. Hann segir metþátttöku hafa verið í kosningunni en 132 greiddu atkvæði. Þá var kosningin afar jöfn en hann fékk 66 atkvæði en Rósa María Hjörvar sem bauð sig fram á móti honum fékk 65 atkvæði. Eitt atkvæði var síðan annað hvort autt eða ógilt. „Þannig að þetta er minnsti munur sem gat verið á milli okkar,“ segir hann.Blindir þurfa að ferðast með öðrum Baráttmál félagsins er mörg að sögn Bergvins. „Langmesta hagsmunamál blindra og sjónskertra núna er ferðaþjónustan,“ segir hann. Í nokkrum bæjarfélögum, til dæmis í Reykjavík, á Akureyri og Seltjarnarnesi er blindum og sjónskertum boðin leigubílaþjónusta. Þá stýrir notandinn þjónustunni sjálfur og pantar bíl þegar hann þarf á honum að halda. Önnur sveitarfélög bjóði því miður ekki upp á þessa þjónustu og nefnir hann Hafnarfjörð og Kópavog sem dæmi í þeim efnum. Í hvorum bænum fyrir sig búi um 50 manns sem þurfi á slíkri ferðaþjónustu að halda. Sú þjónusta sem er í boði þar er hins vegar ferðaþjónusta fatlaðra. En hún gengur þannig fyrir sig að panta þarf ferð með bíl fyrir klukkan 16 daginn áður en nota á þjónustuna. Sá einstaklingur sem notar slíka þjónustu þarf þá að deila bílferð með jafnvel fjórum öðrum og því þarf hann að stoppa á nokkrum stöðum á leið sinni. „Einstaklingurinn þarf þá kannski að stoppa á tveimur öðrum stöðum á leið sinni í vinnuna þar sækja þarf fleiri farþega.“Hagkvæmara að nota leigubílaþjónustu „Þessu viljum við breyta,“ segir Bergvin. „Við höfum bent sveitarfélögunum á það að leigubílaþjónustan er mun hagkvæmari fyrir þau. Það þarf fólk í vinnu þar til að taka við pöntunum vegna ferðaþjónustunnar. Það þarf að kaupa bíla og reka þá.“ Hann segir margfalt hagkvæmara fyrir sveitarfélögin að vera með leigubilaþjónustu og í leið sé það einnig mun hagkvæmara fyrir þann sem þarf á ferðaþjónustu að halda.Vinnur launalaust fyrsta mánuðinn Blindrafélagið veitir ýmsa þjónustu til félagsmanna sinna sem eru um 600 talsins. „Formaðurinn leiðir starfið og mótar það og hann þarf að vera öflugur í að virkja grasrótina,“ segir Bergvin. Félagsmenn eru allt frá ungabörnum upp í eldri borgara þannig að þarfirnar eru mismunandi. Bergvin er spenntur að takast á við nýtt hlutverk en hann verður nú formaður að minnsta kosti næstu tvö árin. Hann segist ekki munu þiggja laun fyrsta mánuðinn. „Ég verð starfsmaður í þjálfun og ætla að nýta tímann að kynnast starfseminni betur.“
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira