Lífið

Regína Ósk eignast dreng

Regína Ósk og Svenni Þór eignast dreng.
Regína Ósk og Svenni Þór eignast dreng.
Tónlistarparið Regína Ósk og Svenni Þór eignaðist í gærmorgun dreng. Hann var 15 merkur og 52 sentímetrar og heilsast mæðginunum vel. Mikil gleði ríkir á heimili þeirra en fyrir eiga þau saman dótturina Aldísi Maríu og þá átti Regína dótturina Anítu úr fyrra sambandi.

Báðar dæturnar eru duglegar að syngja líkt og foreldrarnir og má því gera ráð fyrir að nýfæddi prinsinn verði byrjaður að syngja áður en langt um líður.

Bæði eru Regína Ósk og Svenni Þór önnum kafin í músíkinni en Svenni Þór vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu plötu sem kemur út á árinu. Nú þegar er lagið Purple Flower komið út og fjallar það einmitt um dóttur þeirra. Regína Ósk kemur einnig með plötu á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.