Körfubolti

Jón Arnór elsti leikmaður Unicaja í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson með Unicaja-treyjuna.
Jón Arnór Stefánsson með Unicaja-treyjuna. Mynd/Heimasíða Unicaja
Jón Arnór Stefánsson samdi nýverið við spænska stórliðið Unicaja Malaga og mun hann spila með þessu fornfræga liði á þessu tímabili.

Jón Arnór fagnaði nýverið 32 ára afmæli sínu og þegar leikmannahópur Unicaja er skoðaður á heimasíðu félagsins kemur í ljós að íslenski bakvörðurinn verður elsti leikmaður liðsins á þessu tímabili.

Jón Arnór er árinu eldri en Spánverjinn Fran Vázquez sem er 209 sentímetra miðherji sem hefur verið hjá Unicaja-liðinu frá 2012.

Jón Arnór kemur til Unicaja Malaga frá CAI Zaragoza þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú tímabil. Hann er að hefja sitt sjöunda tímabil í spænsku ACB-deildinni en þar hefur hann einnig spilað fyrir CB Granada (2 tímabil) og Pamesa Valencia (hálft tímabil)

Elstu leikmenn Unicaja 2014-15:

Jón Arnór Stefánsson - 32 ára (fæddur 21. september 1982)

Fran Vázquez - 31 árs (fæddur 1. maí 1983)

Kostas Vasileiadis - 30 ára (fæddur 15. mars 1984)

Ryan Toolson - 29 ára (fæddur 21. janúar 1985)

Caleb Green - 29 ára (fæddur 10. júlí 1985)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×