Twitter-viðburður ársins hefst í kvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2014 09:40 Henry Birgir Gunnarsson og Daníel Rúnarsson eru upphafsmenn Boladagsins á Íslandi. mynd/samsett Stærsti Twitter-viðburður ársins, Boladagur, hefst í þriðja sinn í kvöld klukkan 20:00 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá nefnd Boladagsins. Boladagur gengur í stuttu máli út á reyna að fá einhvers konar svar frá erlendu stórstjörnunum á Twitter. Íslenskar stjörnur telja ekki með í þessum samkvæmisleik. Keppendur nota svo kassamerkið #boladagur með tístunum sínum. Hefur fólk farið frumlegar og stórskemmtilegar leiðir í viðleitni sinni og margir uppskorið ríkulega. Fyrsta árið voru send um 9.000 tíst með merkingunni Boladagur en þau voru rúmlega 18.000 á síðasta ári. Það gerir tíst á 5 sekúndna fresti þá 27 tíma sem viðburðurinn var í gangi. Rúmlega 2.000 virkir þátttakendur og áætlað að um 500 svör hafi í heildina komið frá stjörnunum. „Það var helmingsaukning í fyrra og miðað við hversu hratt Íslendingum hefur fjölgað á Twitter verður Íslandsmetið í tísti klárlega slegið á nýjan leik. Ég trúi því að kassamerkið #boladagur muni nú setja Íslandsmet sem seint verður slegið. Þetta verður algjör sprengja," segir Henry Birgir Gunnarsson, stofnandi Boladags. Hægt verður að fylgjast með öllu því helsta á síðunni boladagur.is en þeir sem fá svör þurfa að senda þau á boladagur@boladagur.is. Boladagur er að sjálfsögðu á Twitter undir nafninu @boladagur og þar verður einnig hægt að fylgjast með framgangi mála. Um 20.000 manns heimsóttu síðuna boladagur.is meðan á viðburðinum stóð á síðasta ári. Á síðunni má sjá flest af því besta sem gerðist þennan dag í fyrra.„Það verður grimm vakt á síðunni. Þar mun fólk geta séð hvaða stjörnur eru að gefa. Allt það fyndnasta sem gengur á og annað áhugavert," segir Daníel Rúnarsson, varaforseti. Brot af stjörnum sem svöruðu Íslendingum á Boladaginn 2013: Jesus, Nick Faldo, Piers Morgan, Jason Alexander (George í Seinfeld), Ronn Moss, Katherine Kelly Lang, Patrick Duffy (Bobby Ewing), Alexi Lalas, Donald Trump, Janick Gers (Iron Maiden), Muggsy Bogues, Robert Pires, Stefan Kretzschmar, Vanilla Ice, MC Hammer, Gordon Ramsay, Jimmy Bullard, Ji Sung Park, Asafa Powell, Oscar de la Hoya, Charlie Morgan (boltastrákurinn í Swansea), Jonah Hill, Ashley Judd, Gordon Strachan, Perez Hilton og margir, margir fleiri. Boladagur hefst klukkan 20.00 og verður venju samkvæmt blásið til leiks á Sportrásinni á Rás 2. Leikar standa fram að miðnætti daginn eftir en fólk er nú þegar byrjað að tísta eins og sjá má hér að neðan.Tweets about '#boladagur' Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
Stærsti Twitter-viðburður ársins, Boladagur, hefst í þriðja sinn í kvöld klukkan 20:00 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá nefnd Boladagsins. Boladagur gengur í stuttu máli út á reyna að fá einhvers konar svar frá erlendu stórstjörnunum á Twitter. Íslenskar stjörnur telja ekki með í þessum samkvæmisleik. Keppendur nota svo kassamerkið #boladagur með tístunum sínum. Hefur fólk farið frumlegar og stórskemmtilegar leiðir í viðleitni sinni og margir uppskorið ríkulega. Fyrsta árið voru send um 9.000 tíst með merkingunni Boladagur en þau voru rúmlega 18.000 á síðasta ári. Það gerir tíst á 5 sekúndna fresti þá 27 tíma sem viðburðurinn var í gangi. Rúmlega 2.000 virkir þátttakendur og áætlað að um 500 svör hafi í heildina komið frá stjörnunum. „Það var helmingsaukning í fyrra og miðað við hversu hratt Íslendingum hefur fjölgað á Twitter verður Íslandsmetið í tísti klárlega slegið á nýjan leik. Ég trúi því að kassamerkið #boladagur muni nú setja Íslandsmet sem seint verður slegið. Þetta verður algjör sprengja," segir Henry Birgir Gunnarsson, stofnandi Boladags. Hægt verður að fylgjast með öllu því helsta á síðunni boladagur.is en þeir sem fá svör þurfa að senda þau á boladagur@boladagur.is. Boladagur er að sjálfsögðu á Twitter undir nafninu @boladagur og þar verður einnig hægt að fylgjast með framgangi mála. Um 20.000 manns heimsóttu síðuna boladagur.is meðan á viðburðinum stóð á síðasta ári. Á síðunni má sjá flest af því besta sem gerðist þennan dag í fyrra.„Það verður grimm vakt á síðunni. Þar mun fólk geta séð hvaða stjörnur eru að gefa. Allt það fyndnasta sem gengur á og annað áhugavert," segir Daníel Rúnarsson, varaforseti. Brot af stjörnum sem svöruðu Íslendingum á Boladaginn 2013: Jesus, Nick Faldo, Piers Morgan, Jason Alexander (George í Seinfeld), Ronn Moss, Katherine Kelly Lang, Patrick Duffy (Bobby Ewing), Alexi Lalas, Donald Trump, Janick Gers (Iron Maiden), Muggsy Bogues, Robert Pires, Stefan Kretzschmar, Vanilla Ice, MC Hammer, Gordon Ramsay, Jimmy Bullard, Ji Sung Park, Asafa Powell, Oscar de la Hoya, Charlie Morgan (boltastrákurinn í Swansea), Jonah Hill, Ashley Judd, Gordon Strachan, Perez Hilton og margir, margir fleiri. Boladagur hefst klukkan 20.00 og verður venju samkvæmt blásið til leiks á Sportrásinni á Rás 2. Leikar standa fram að miðnætti daginn eftir en fólk er nú þegar byrjað að tísta eins og sjá má hér að neðan.Tweets about '#boladagur'
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira