Tugir lítra af blóði og 270 hárkollur á sviði Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. apríl 2014 13:00 Þorleifur Örn frumsýnir Lohengrin eftir Richard Wagner þann þriðja maí í Aubsburg í Þýskalandi. Fréttablaðið/Arnþór „Við erum að sprengja húsið utan af okkur,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri en hann er um þessar mundir að setja upp óperu Richards Wagner, Lohengrin, í leikhúsinu í Augsburg í Þýskalandi. Frumsýning verður þann þriðja maí. „Þetta er gríðarlega stór sýning sem við höfum verið að undirbúa í marga, marga mánuði. Þeir hafa aldrei framleitt svona stóra sýningu hérna,“ segir Þorleifur. Yfir 350 manns starfa að sýningunni, sem er tæpar fimm klukkustundir að lengd. „Við erum með 100 manna sinfóníuhljómsveit, og það eru tæplega 120 manns á sviðinu þegar mest er. Auk þess eru um 100 manns sem vinna í húsinu, í tæknideild, búningadeild, ljósadeild, sminki, hári og þar fram eftir götunum,“ bætir Þorleifur við. Þorleifur er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemur að sýningunni, en um búninga sér Filippía Elísdóttir, Jósef Halldórsson sér um leikmynd og Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson sáu um að framleiða myndbönd sem eru hluti af óperunni. „Filippía hefur nú eiginlega ekki sést í þær fimm vikur sem við höfum verið hérna – hún hvarf inn í búningadeildina. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því, og það sama á við um Jósef með leikmyndina,“ segir hann, léttur í bragði. „Þetta er pínulítið eins og að stýra olíutankskipi yfir Atlantshafið – stundum áttar maður sig á því að maður tók ákvörðun fyrir þremur vikum sem maður getur ekki auðveldlega dregið til baka – því þegar sýning er svona stór í sniðum er kannski búið að framkvæma kraftaverk í millitíðinni. Venjulega þegar ég leikstýri er ég oft að breyta öllu fram á síðustu stundu,“ útskýrir Þorleifur. „Svo er Richard Wagner náttúrulega eitt aðalóperutónskáld Þjóðverja, þannig að maður er að höndla með þeirra allra helgasta.“ Þorleifur sá fyrsta heildarrennslið fyrr í vikunni og segist nokkuð ánægður með útkomuna. „Þetta er skemmtilegt. Við erum með 350 búninga held ég – það er ekki hægt að láta fólk standa í sömu fötunum í marga tíma á sviði, þannig að það er nóg að gerast. Við erum með þrjár heilar leikmyndir, tugi lítra af blóði, vídjólistamenn og um það bil 270 hárkollur!“ segir Þorleifur að lokum og hlær. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sjá meira
„Við erum að sprengja húsið utan af okkur,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri en hann er um þessar mundir að setja upp óperu Richards Wagner, Lohengrin, í leikhúsinu í Augsburg í Þýskalandi. Frumsýning verður þann þriðja maí. „Þetta er gríðarlega stór sýning sem við höfum verið að undirbúa í marga, marga mánuði. Þeir hafa aldrei framleitt svona stóra sýningu hérna,“ segir Þorleifur. Yfir 350 manns starfa að sýningunni, sem er tæpar fimm klukkustundir að lengd. „Við erum með 100 manna sinfóníuhljómsveit, og það eru tæplega 120 manns á sviðinu þegar mest er. Auk þess eru um 100 manns sem vinna í húsinu, í tæknideild, búningadeild, ljósadeild, sminki, hári og þar fram eftir götunum,“ bætir Þorleifur við. Þorleifur er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemur að sýningunni, en um búninga sér Filippía Elísdóttir, Jósef Halldórsson sér um leikmynd og Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson sáu um að framleiða myndbönd sem eru hluti af óperunni. „Filippía hefur nú eiginlega ekki sést í þær fimm vikur sem við höfum verið hérna – hún hvarf inn í búningadeildina. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því, og það sama á við um Jósef með leikmyndina,“ segir hann, léttur í bragði. „Þetta er pínulítið eins og að stýra olíutankskipi yfir Atlantshafið – stundum áttar maður sig á því að maður tók ákvörðun fyrir þremur vikum sem maður getur ekki auðveldlega dregið til baka – því þegar sýning er svona stór í sniðum er kannski búið að framkvæma kraftaverk í millitíðinni. Venjulega þegar ég leikstýri er ég oft að breyta öllu fram á síðustu stundu,“ útskýrir Þorleifur. „Svo er Richard Wagner náttúrulega eitt aðalóperutónskáld Þjóðverja, þannig að maður er að höndla með þeirra allra helgasta.“ Þorleifur sá fyrsta heildarrennslið fyrr í vikunni og segist nokkuð ánægður með útkomuna. „Þetta er skemmtilegt. Við erum með 350 búninga held ég – það er ekki hægt að láta fólk standa í sömu fötunum í marga tíma á sviði, þannig að það er nóg að gerast. Við erum með þrjár heilar leikmyndir, tugi lítra af blóði, vídjólistamenn og um það bil 270 hárkollur!“ segir Þorleifur að lokum og hlær.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sjá meira