Lífið

Stjörnurnar fjölmenna á Coachella

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Fyrri helgi tónlistarhátíðarinnar Coachella í Kaliforníu fór vel fram. Fjölmargar af skærustu stjörnum heims létu sjá sig á hátíðinni og skemmtu sér konunglega eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Seinni helgin fer fram næstu helgi en áætlað er að um hálf milljón manna heimsæki hátíðina ár hvert.

Dagskráin um helgina sem er að líða var ekkert slor og stigu listamenn á borð við The Knife, OutKast, Bryan Ferry, Lana del Rey, Queens of the Stone Age, Pharrell Williams, Muse, Arcade Fire, Ellie Goulding og Neko Case á stokk. 

Katy Perry og Steven Tyler.
Cara og Poppy Delevingne ásamt Sienna Miller.
Jared Leto.
Soko og Lindsay Lohan.
Emmy Rossum og Fergie.
Kate Bosworth.
Emma Roberts.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.