Lífið

Hundruð ungmenna heilsuðu uppá iJustine

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Valli
Um það bil þrjú til fjögur hundruð manns lögðu leið sína í Smáralind klukkan þrjú í dag til að heilsa upp á YouTube-stjörnuna iJustine.

iJustine gaf sér góðan tíma með aðdáendum sínum, tók upp vídjó og myndir með þeim og var dugleg að gefa eiginhandaráritanir.

Að sögn starfsmanns verslunarmiðstöðvarinnar sem Vísir talaði við fór allt vel fram þegar stjarnan tók á móti aðdáendum sínum ólíkt því sem gerðist þegar Vine-stjarnan Jerome Jarre heimsótti Smáralind fyrr á þessu ári þegar börn slösuðustu í miklu öngþveiti sem skapaðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.