Lífið

Prinsessan á hækjunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Dóttir Viktoríu og Daniels sprengir alla krúttskala.
Dóttir Viktoríu og Daniels sprengir alla krúttskala. Vísir/Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Viktoría, krónprinsessa Svía, heimsótti borgina Umeå í Norður-Svíþjóð um helgina, en Umeå er önnur tveggja menningarborga í Evrópu í ár. Prinsessan heimsótti borgina með eiginmanni sínum Daniel og dóttur þeirra Estelle sem verður tveggja ára 23. febrúar.

Vakti það talsverða athygli almennings að prinsessan var á hækjum en hún tognaði á ökkla í skíðaferð á Ítalíu í lok síðasta árs.

Íbúar Umeå fjölmenntu á Ráðhústorgið til að berja prinsessuna augum.
Daniel, sem starfaði sem einkaþjálfari áður en hann kvæntist Viktoríu, spjallaði við innfædda.
Estelle fylgdist með móður sinni spjalla við Sama um menningararfleið þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.