Lífið

Klikkaðir kviðvöðvar Margrétar Gnarr

Ellý Ármanns skrifar
mynd/einkasafn
„Mataræðið er númerið eitt, tvö og þrjú til að kviðvöðvarnir láti sjá sig," segir heimsmeistarinn Margrét Edda Gnarr spurð hver lykillinn er að grjóthörðum magavöðvum en hún æfir stíft um þessar mundir fyrir Arnold Classic mótið sem fer fram í Ohio í Bandaríkjunum eftir þrjár vikur.

Hugsar um mat sem eldsneyti

„Ég borða mjög hollan mat allan ársins hring en leyfi mér “óhollustu„ af og til. Ég hugsa um mat sem eldsneyti fyrir líkamann og ég hugsa einnig um hvað vissar fæðutegundir gera fyrir mig. Ég vil borða hollan mat því þannig líður mér best. Hugarfarið skiptir rosalega miklu máli upp á að koma reglu á mataræðið,“ segir Margrét jafnframt. 

Ekki nota vonleysistón

„Ég heyri fólk oft segja: „Ég þarf að taka mataræðið í gegn“ en oftar en ekki er þessi setning sögð með vonleysistón.  Fólk ætti frekar að segja: „Ég vil taka mataræðið í gegn“ -  því við eigum bara einn líkama og skulum fara vel með hann. Það sem skiptir mig mestu máli er að líða vel andlega, líkamlega og tilfinningalega,“ segir Margrét.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.