Lífið

Segir myndbandið ýta undir lessuskap

Íhaldssamur kólumbískur borgarfulltrúi í Bogotá segir nýjasta tónlistarmyndband Shakiru, við lagið Can't Remember to Forget You, sem hún gerði ásamt Rihönnu á dögunum, ýta undir lessuskap.

Borgarfulltrúinn heitir Marco Fidel Ramirez og lýsir myndbandinu sem „einfaldlega ógeðslegu.“ Hann hefur áður talað gegn hrekkjavöku þar í landi sem hann lýsir sem djöfullegri.

Í myndbandinu láta þær Rihanna og Shakira vel hvor að annarri. 

Ramirez reynir nú eftir fremsta megni að láta banna myndbandið í Kólumbíu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.