Lífið

Lauryn syngur Final Hour

Ugla Egilsdóttir skrifar
Lauryn Hill er á tónleikaferðalagi.
Lauryn Hill er á tónleikaferðalagi.
Upptaka af tónleikum Lauryn Hill í Bowery Ballroom í New York var sett á netið á dögunum. Þar á meðal er þessi frábæra útgáfa af laginu Final Hour sem var á plötunni The Miseducation of Lauryn Hill. Lauryn fór í fangelsi á síðasta ári. Tónleikaferðalag hennar sem hófst í fyrra heldur áfram í febrúar, eftir að hún hefur lokið stofufangelsi sem hófst á nýársdag. Meðal viðkomustaða verða Miami, Atlanta, New York, og heimabær hennar, New Jersey.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.