Lífið

The Shield-stjarna ákærð fyrir morð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Michael Jace, sem er hvað best þekktur fyrir að leika lögreglumanninn Julien Lowe í sjónvarpsþáttunum The Shield, hefur verið ákærður fyrir morðið á eiginkonu sinni, April. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles og var skotin til bana.

Lögreglan mætti á staðinn um klukkan 20.30 í gærkvöldi og var April þá látin. Michael var færður í gæsluvarðhald, grunaður um verknaðinn. Þau höfðu verið gift í níu ár.

Michael var ákærður fyrir morðið í morgun. Málið er í rannsókn. 

Samkvæmt CBS voru tvö, ung börn heima þegar skotárásin átti sér stað. 

Michael lék í 89 þáttum af The Shield á árunum 2002 til 2008 og fór með smærri hlutverk í þáttum á borð við Southland, Private Practice, The Mentalist, Burn Notice og NYPD Blue.

Þá lék hann körfuboltagoðsögnina Michael Jordan í sjónvarpsmynd árið 1999 og lék einnig í kvikmyndunum State of Play og Forrest Gump.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.