Íslenskur stuttmyndaframleiðandi gerir það gott 20. maí 2014 20:28 Eva Sigurðardóttir, stuttmyndaframleiðandi og leikstjóri Íslenskur stuttmyndaleikstjóri og framleiðandi, Eva Sigurðardóttir er nú í Cannes að kynna stuttmynd sína „Red Reflections“ á einskonar sölumarkaði fyrir stuttmyndir. Myndin var valin sem ein af 35 myndum til að taka þátt af yfir 2000 öðrum myndum. Mynd Evu var valin sem ein af eftirtektarverðustu myndunum í bækling sem gefinn var út fyrir hátíðina en um og yfir 2000 stuttmyndir eru í pottinum. Eva er nú í óða önn við að kynna mynd sína fyrir sölu og dreifingaraðilum og hafa fundarhöldin verið stíf síðustu daga. Á hátíðinni er einnig í gangi örlítil keppni milli leikstjóra þar sem þau segja frá hugmynd sinni að nýrri stuttmynd. Sú hugmynd sem fær flest atkvæði í atkvæðagreiðslu á netinu fær fimm þúsund evrur að launum. Handritshöfundar, leikstjórar og framleiðendur keppa semsagt sín á milli um að fá kostun á mynd sína. Myndin heitir „Ein af þeim“. „Þetta er stuttmynd sem að ég skrifaði og ætla að leikstýra. Þetta er mynd um unglinga á Íslandi. Þetta handrit er mikið byggt á minni eigin reynslu sem unglingur í kópavoginum. Ég var lögð mikið í einelti heima, og þess vegna flutti ég erlendis þegar ég var 14 ára. Þessi mynd er því semsagt um síðasta árið mitt á íslandi. En það er samt líka mikill skáldskapur í handritinu.“Eva Sigurðardóttir, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri„Ég framleiði oftast, þannig að það að ég sé að fara að leikstýra er nýtt. Ég sótti um að taka þátt í þessari keppni, og var valin. Núna er keppnin á netinu, og verður opin til kl. 16.00 á íslenskum tíma á morgun. Svo fara fimm topp myndirnar til dómnefndar, og sigurvegari verður valinn á fimmtudaginn í Cannes.“ Eva segir að þessi heimur heilli hana, og að geta nýtt listformið til þess að vekja fólk til umhugsunar um samfélagið sitt sé henni dýrmætt. „Ég hef verið að vinna með Selmu Björk Hermannsdóttur , 16 ára gamalli stelpu sem lögð var í einelti og hefur rætt þetta opinberlega á síðasta ári. Hún hefur verið að lesa yfir handritið, og hefur verið frábært að fá góða punkta frá henni um það hvernig það er að vera unglingur í dag.“Hægt er að greiða Evu Sigurðardóttur atkvæði sitt með því að fara hér inn, líka við síðuna, velja myndband Evu Sigurðardóttur og fara neðst á síðuna og staðfesta atkvæði þitt Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Íslenskur stuttmyndaleikstjóri og framleiðandi, Eva Sigurðardóttir er nú í Cannes að kynna stuttmynd sína „Red Reflections“ á einskonar sölumarkaði fyrir stuttmyndir. Myndin var valin sem ein af 35 myndum til að taka þátt af yfir 2000 öðrum myndum. Mynd Evu var valin sem ein af eftirtektarverðustu myndunum í bækling sem gefinn var út fyrir hátíðina en um og yfir 2000 stuttmyndir eru í pottinum. Eva er nú í óða önn við að kynna mynd sína fyrir sölu og dreifingaraðilum og hafa fundarhöldin verið stíf síðustu daga. Á hátíðinni er einnig í gangi örlítil keppni milli leikstjóra þar sem þau segja frá hugmynd sinni að nýrri stuttmynd. Sú hugmynd sem fær flest atkvæði í atkvæðagreiðslu á netinu fær fimm þúsund evrur að launum. Handritshöfundar, leikstjórar og framleiðendur keppa semsagt sín á milli um að fá kostun á mynd sína. Myndin heitir „Ein af þeim“. „Þetta er stuttmynd sem að ég skrifaði og ætla að leikstýra. Þetta er mynd um unglinga á Íslandi. Þetta handrit er mikið byggt á minni eigin reynslu sem unglingur í kópavoginum. Ég var lögð mikið í einelti heima, og þess vegna flutti ég erlendis þegar ég var 14 ára. Þessi mynd er því semsagt um síðasta árið mitt á íslandi. En það er samt líka mikill skáldskapur í handritinu.“Eva Sigurðardóttir, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri„Ég framleiði oftast, þannig að það að ég sé að fara að leikstýra er nýtt. Ég sótti um að taka þátt í þessari keppni, og var valin. Núna er keppnin á netinu, og verður opin til kl. 16.00 á íslenskum tíma á morgun. Svo fara fimm topp myndirnar til dómnefndar, og sigurvegari verður valinn á fimmtudaginn í Cannes.“ Eva segir að þessi heimur heilli hana, og að geta nýtt listformið til þess að vekja fólk til umhugsunar um samfélagið sitt sé henni dýrmætt. „Ég hef verið að vinna með Selmu Björk Hermannsdóttur , 16 ára gamalli stelpu sem lögð var í einelti og hefur rætt þetta opinberlega á síðasta ári. Hún hefur verið að lesa yfir handritið, og hefur verið frábært að fá góða punkta frá henni um það hvernig það er að vera unglingur í dag.“Hægt er að greiða Evu Sigurðardóttur atkvæði sitt með því að fara hér inn, líka við síðuna, velja myndband Evu Sigurðardóttur og fara neðst á síðuna og staðfesta atkvæði þitt
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira