Innlent

Lifandi lirfur í gæludýrafóðri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kóprabjalla fannst í Chipcopee gæludýrafóðri í lok síðasta mánaðar.

Matvælastofnun (MAST) barst kvörtun frá kaupanda hinn 30. apríl síðastliðinn að fundist hefðu lifandi lirfur í fóðrinu. Farið var með sýni til Náttúrufræðistofnunar sem greindi tegundina kóprabjöllu (Necrobia rufipes).

Um var að ræða fóður í sjö og hálfs kílóa pakkningum í Chicopee adult mini. Fóðrið rann út hinn 16 febrúar síðastliðinn en var það enn til sölu í apríl. Fóðrið er flutt inn af Dýraríkinu og er það framleitt af Harrison Pet Products í Þýskalandi. Matvælastofnun hefur farið fram á að fyrirtækið taki þessa fóðurtegund úr sölu og innkalli hana.

„Af þessu tilefni beinir Matvælastofnun því til innflytjenda og notenda gæludýrafóðurs að tilkynna stofnuninni þegar í stað komi upp tilvik sem þessi. Kaupendur gallaðs fóðurs eru beðnir um að skila því til seljanda,“segir  í tilkynningu MAST.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×