Glaðasti hundur í heimi á grænlensku Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. febrúar 2014 10:30 „Glaðasti hundurinn ætlar í útrás,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, en hann vinnur hörðum höndum þessa dagana að því að klára þrjár nýjar útgáfur af laginu Glaðasti hundur í heimi. Búið er að hljóðrita lagið á grænlensku, færeysku og dönsku. „Þetta er bara hugmynd sem ég fékk, það væri gaman að geta farið til dæmis til Grænlands að skemmta,“ segir Dr. Gunni.Friðrik Dór Jónsson sem söng upphaflega útgáfu lagsins syngur einnig nýju útgáfurnar. „Grænlenskan var virkilega snúin og ég hefði ekki getað þetta án þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá grænlenskum vini mínum, John Kristiansen,“ segir Friðrik Dór um grænlenskuna. Það voru Grænlendingarnir Avijaja Tryggvadóttir og John Kristiansen sem þýddu texta lagsins og svo hjálpaði John Frikka með framburðinn og annað slíkt í upptökunum. „John sagði að ég væri alveg fínn í þessu,“ bætir Friðrik Dór við. Hann söng línu og línu og segist ekki hafa getað sungið lagið allt í gegn en atkvæðin eru talsvert fleiri í grænlensku útgáfunni en þeirri íslensku. „Frikki varð alveg smá pirraður þegar illa gekk með grænlenskuna en það var bara fyndið,“ bætir Dr. Gunni við.Friðrik Dór Jónsson og John KristiansenMYND/Gunnar Lárus Hjálmarsson Það gekk þó betur að syngja inn Hundinn á færeysku og dönsku. „Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Eurovision-Reynir, aðstoðaði mig við dönskuna, það gekk mjög vel og ég varð dönskukennurunum mínum allavega ekki til skammar,“ útskýrir Friðrik. Hann fékk þó ekki neinn leiðbeinanda þegar hjólað var í upptökur á færeysku útgáfunni. Dr. Gunni fer með hundinn glaða í útrás.fréttablaðið/valli„Ég er nú einn áttundi Færeyingur þannig að amma hefði orðið sár ef ég hefði klúðrað færeyskunni,“ segir Friðrik. Það kom þó til greina að fá Geir Ólafs til að aðstoða við færeyska framburðinn þar sem hann hefur sungið á færeysku. „Það kom til tals að fá Geir en þetta reddaðist,“ segir Friðrik. Þá er búið að teikna þrjá nýja hunda. „Grænlenski hundurinn er sleðahundur, danski hundurinn er svona pulsuhundur og svo er færeyski hundurinn einhvers konar smalahundur,“ útskýrir Dr. Gunni. Nú tekur við hljóðblöndun og önnur vinnsla en gert er ráð fyrir að nýju útgáfurnar verði fullkláraðar á næstu vikum. „Þrjú ný myndbönd með teikningum Ránar Flygenring munu líta dagsins ljós á næstu vikum og það er hin fimmtán ára Didda sem býr til myndböndin,“ segir Dr. Gunni. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Glaðasti hundurinn ætlar í útrás,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, en hann vinnur hörðum höndum þessa dagana að því að klára þrjár nýjar útgáfur af laginu Glaðasti hundur í heimi. Búið er að hljóðrita lagið á grænlensku, færeysku og dönsku. „Þetta er bara hugmynd sem ég fékk, það væri gaman að geta farið til dæmis til Grænlands að skemmta,“ segir Dr. Gunni.Friðrik Dór Jónsson sem söng upphaflega útgáfu lagsins syngur einnig nýju útgáfurnar. „Grænlenskan var virkilega snúin og ég hefði ekki getað þetta án þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá grænlenskum vini mínum, John Kristiansen,“ segir Friðrik Dór um grænlenskuna. Það voru Grænlendingarnir Avijaja Tryggvadóttir og John Kristiansen sem þýddu texta lagsins og svo hjálpaði John Frikka með framburðinn og annað slíkt í upptökunum. „John sagði að ég væri alveg fínn í þessu,“ bætir Friðrik Dór við. Hann söng línu og línu og segist ekki hafa getað sungið lagið allt í gegn en atkvæðin eru talsvert fleiri í grænlensku útgáfunni en þeirri íslensku. „Frikki varð alveg smá pirraður þegar illa gekk með grænlenskuna en það var bara fyndið,“ bætir Dr. Gunni við.Friðrik Dór Jónsson og John KristiansenMYND/Gunnar Lárus Hjálmarsson Það gekk þó betur að syngja inn Hundinn á færeysku og dönsku. „Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Eurovision-Reynir, aðstoðaði mig við dönskuna, það gekk mjög vel og ég varð dönskukennurunum mínum allavega ekki til skammar,“ útskýrir Friðrik. Hann fékk þó ekki neinn leiðbeinanda þegar hjólað var í upptökur á færeysku útgáfunni. Dr. Gunni fer með hundinn glaða í útrás.fréttablaðið/valli„Ég er nú einn áttundi Færeyingur þannig að amma hefði orðið sár ef ég hefði klúðrað færeyskunni,“ segir Friðrik. Það kom þó til greina að fá Geir Ólafs til að aðstoða við færeyska framburðinn þar sem hann hefur sungið á færeysku. „Það kom til tals að fá Geir en þetta reddaðist,“ segir Friðrik. Þá er búið að teikna þrjá nýja hunda. „Grænlenski hundurinn er sleðahundur, danski hundurinn er svona pulsuhundur og svo er færeyski hundurinn einhvers konar smalahundur,“ útskýrir Dr. Gunni. Nú tekur við hljóðblöndun og önnur vinnsla en gert er ráð fyrir að nýju útgáfurnar verði fullkláraðar á næstu vikum. „Þrjú ný myndbönd með teikningum Ránar Flygenring munu líta dagsins ljós á næstu vikum og það er hin fimmtán ára Didda sem býr til myndböndin,“ segir Dr. Gunni.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira