Lífið

Tólf ára silkiterrier slær í gegn í auglýsingu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
"Ég fékk hana þegar ég var níu ára og nú er ég 21 árs.  Við erum mjög nánar,“ segir Alda um Völku.
"Ég fékk hana þegar ég var níu ára og nú er ég 21 árs. Við erum mjög nánar,“ segir Alda um Völku.
„Á sá auglýsingu á Facebook þar sem var verið að leita að hundi sem myndi rífa í sig póst og hoppa upp í bréfalúguna. Það fyrsta sem mér datt í hug var hún,“ segir Alda Magnúsdóttir Jacobsen, eigandi silkiterriersins Völku. Valka leikur aðalhlutverkið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Sjóvá og slær í gegn. Á heimili sínu er hún þekkt fyrir að láta póstinn ekki í friði

„Hún hefur mjög oft komist í póstinn. Við náum að lesa allt sem er í umslögunum en hornin á þeim eru oft rifin af og fullt af bréfum eftir hana út um allt í forstofunni,“ segir Alda. Valka varð tólf ára í janúar og nýtur þess að vera stjarna.

„Tökurnar gengu mjög vel og það var passað uppá það að henni liði vel. Henni fannst þetta skemmtilegt. Þetta var tekið nokkrum sinnum og hún fær aldrei að komast upp með að ráðast á póstinn oft á dag þannig að hún var hæstánægð," segir Alda létt í lundu. Hún útilokar ekki að Valka eigi eftir að taka að sér fleiri verkefni.

„Þessi auglýsing opnar einhverjar dyr fyrir hana þannig að það er aldrei að vita.“

Nánar verður fylgst með Völku í Íslandi í dag í kvöld strax eftir fréttir á Stöð 2.

Valka elskar að rífast við lúguna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.