Íslenskur leikstjóri gerir skrímslaþátt í Japan Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. janúar 2014 10:45 Arró þarf að hafa túlk með sér í vinnunni í Japan. mynd/einkasafn „Ég vann við tökur á japanskri kvikmynd síðasta vor og framleiðandi myndarinnar hafði samband við mig og stakk upp á því að ég kynnti hugmyndir mínar að þáttum fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu,“ segir Arró Stefánsson leikstjóri. Hann vinnur nú að framleiðslu prufuþáttar sem verður sýndur í Japan í maí og mun almenningur síðan kjósa um hvort þátturinn verði að þáttaröð. „Þátturinn heitir Monster Clean Up Crew. Í honum sýnum við heim sem hefur lifað af árás skrímsla. Sérstakt fyrirtæki hefur það hlutverk að halda skrímslunum í skefjum í neðanjarðarbyrgi undir Tókýóborg. Í bankahruninu í Japan fer fyrirtækið svo á hausinn og skrímslin sleppa. Þátturinn fjallar svo um baráttuna við að ná þessum skrímslum aftur,“ útskýrir Arró. Hann skrifaði handritið ásamt bandarískum vini sínum og var þetta ein af mörgum hugmyndum sem hann kynnti fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu. Arró vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka öllum verkum fyrir tökur sem hefjast í lok mánaðarins. „Við erum á fullu í undirbúningi. Við erum að velja leikara og fleira. Annars er mjög sérstakt að vinna hérna, því fáir tala ensku. Ég þarf að hafa túlk með mér hvert sem ég fer þegar ég er að vinna,“ segir Arró. Hann hefur unnið að ýmsum verkefnum á Íslandi og segir margt svipað með því að vinna hér á landi og í Japan. „Þegar tökur hefjast er þetta rosalega svipað. En fyrir utan tökustaðinn er allt miklu formlegra í Japan, enda byggist japönsk menning á hefðum.“ Arró nýtur annars lífsins í Japan. „Ég flakka mikið á milli Japans og Íslands. Fjölskyldan mín flutti hingað fyrir fimm árum og bróðir minn er í háskóla hér í Japan. Hér er fullt af tækifærum fyrir mig en ég get aldrei slitið mig almennilega frá Íslandi og finnst gott að vera á báðum stöðum.“ Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira
„Ég vann við tökur á japanskri kvikmynd síðasta vor og framleiðandi myndarinnar hafði samband við mig og stakk upp á því að ég kynnti hugmyndir mínar að þáttum fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu,“ segir Arró Stefánsson leikstjóri. Hann vinnur nú að framleiðslu prufuþáttar sem verður sýndur í Japan í maí og mun almenningur síðan kjósa um hvort þátturinn verði að þáttaröð. „Þátturinn heitir Monster Clean Up Crew. Í honum sýnum við heim sem hefur lifað af árás skrímsla. Sérstakt fyrirtæki hefur það hlutverk að halda skrímslunum í skefjum í neðanjarðarbyrgi undir Tókýóborg. Í bankahruninu í Japan fer fyrirtækið svo á hausinn og skrímslin sleppa. Þátturinn fjallar svo um baráttuna við að ná þessum skrímslum aftur,“ útskýrir Arró. Hann skrifaði handritið ásamt bandarískum vini sínum og var þetta ein af mörgum hugmyndum sem hann kynnti fyrir mönnum hjá japanska ríkissjónvarpinu. Arró vinnur nú hörðum höndum að því að ljúka öllum verkum fyrir tökur sem hefjast í lok mánaðarins. „Við erum á fullu í undirbúningi. Við erum að velja leikara og fleira. Annars er mjög sérstakt að vinna hérna, því fáir tala ensku. Ég þarf að hafa túlk með mér hvert sem ég fer þegar ég er að vinna,“ segir Arró. Hann hefur unnið að ýmsum verkefnum á Íslandi og segir margt svipað með því að vinna hér á landi og í Japan. „Þegar tökur hefjast er þetta rosalega svipað. En fyrir utan tökustaðinn er allt miklu formlegra í Japan, enda byggist japönsk menning á hefðum.“ Arró nýtur annars lífsins í Japan. „Ég flakka mikið á milli Japans og Íslands. Fjölskyldan mín flutti hingað fyrir fimm árum og bróðir minn er í háskóla hér í Japan. Hér er fullt af tækifærum fyrir mig en ég get aldrei slitið mig almennilega frá Íslandi og finnst gott að vera á báðum stöðum.“
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Sjá meira