Lífið

Tilnefningar til Brit-verðlauna tilkynntar

AFP/NordicPhotos
David Bowie byrjar nýja árið vel, en hann er tilnefndur til tveggja Brit-verðlauna.

Bowie, sem varð 67 ára á miðvikudaginn, er tilnefndur í flokkunum: breski tónlistarmaður ársins og plata ársins, fyrir fyrstu útgáfu hans í heilan áratug The Next Day.

Elektróníska dúóið Disclosure og rokkhljómsveitin Bastille fá fjórar tilnefningar á haus, hljómsveitin Rudimental og söngkonan Ellie Goulding fá þrjár tilnefningar. One Direction fá tvær tilnefningar.

Í alþjóðlegum flokki hljóta tilnefningar Drake, Eminem, Bruno Mars, Katy Perry, Lady Gaga og Arcade Fire.

Verðlaunin verða afhent þann 19. febrúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.