Myndaði M.I.A. á forsíðu Wild Magazine Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. febrúar 2014 08:00 Saga Sig býr og starfar í London. Hún hefur getið sér gott orð sem ljósmyndari. MYND/SagaSig Ljósmyndarinn Saga Sig myndaði forsíðu nýjasta tölublaðs Wild Magazine, sem er bandarískt glanstímarit. Forsíðuna prýddi breska tónlistarkonan M.I.A. sem hefur átt mikilli velgengni að fagna um allan heim, en Saga hefur áður fengið boð um að vinna með söngkonunni sem hún gat ekki þekkst. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Saga um myndatökuna. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir henni sem listakonu svo það var sérstaklega gaman að fá að vinna með henni,“ heldur Saga áfram. „Fyrir tveimur árum bað hún mig að taka myndir bak við tjöldin þegar hún skaut hið fræga Bad Girls-myndband með leikstjóranum Roman Gavras. Þetta var í desember og ég var komin til Íslands til að fagna jólunum með fjölskyldunni. Fjárhagsáætlanir verkefnisins gerðu ekki ráð fyrir flugi frá Íslandi til Marokkó svo verkefnið rann út í sandinn,“ útskýrir Saga, en hún býr og starfar í London. „Mér fannst það svo ótrúlega leiðinlegt því þetta myndband er eitt það flottasta sem gert hefur verið að mínu mati.“ Saga segir myndatökuna hafa gengið vel fyrir sig. Forsíðan„Hún var mjög vingjarnleg. Annars er það hluti af mínu starfi að vera ekkert að kippa sér upp við það þótt fólk sé frægt, og ég passa mig auðvitað á því. Ég verð líka eiginlega að viðurkenna að ég er alveg rosalega ómannglögg og veit yfirleitt ekki hver neinn er,“ segir Saga, létt í bragði. Saga hefur átt mikilli velgengni að fagna í starfi og hefur meðal annars myndað fyrir Nike Women og Topshop, sem hún segir hafa verið mikilvægt fyrir ferilinn. Hún hefur fengið myndir eftir sig birtar í þekktum tímaritum á borð við Vogue Japan og í Dazed and Confused. M.I.A.M.I.A. er breskur listamaður sem öðlaðist frægð í gegnum tónlist, en fæst einnig við myndlist og leikstjórn. Hún hóf ferilinn sem kvikmyndagerðarmaður í London en fór fljótlega að leggja áherslu á tónlistarferil sinn og árið 2004 gaf hún út smáskífurnar Sunshowers og Galang sem hlutu góðar viðtökur. Síðan hefur M.I.A. meðal annars verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, tvennra Grammy-verðlauna og Mercury-verðlaunanna.Meðal þekktustu laga M.I.A. eru Paper Planes, Bucky Done Gun, Bad Girls og Matangi. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Saga Sig myndaði forsíðu nýjasta tölublaðs Wild Magazine, sem er bandarískt glanstímarit. Forsíðuna prýddi breska tónlistarkonan M.I.A. sem hefur átt mikilli velgengni að fagna um allan heim, en Saga hefur áður fengið boð um að vinna með söngkonunni sem hún gat ekki þekkst. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Saga um myndatökuna. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir henni sem listakonu svo það var sérstaklega gaman að fá að vinna með henni,“ heldur Saga áfram. „Fyrir tveimur árum bað hún mig að taka myndir bak við tjöldin þegar hún skaut hið fræga Bad Girls-myndband með leikstjóranum Roman Gavras. Þetta var í desember og ég var komin til Íslands til að fagna jólunum með fjölskyldunni. Fjárhagsáætlanir verkefnisins gerðu ekki ráð fyrir flugi frá Íslandi til Marokkó svo verkefnið rann út í sandinn,“ útskýrir Saga, en hún býr og starfar í London. „Mér fannst það svo ótrúlega leiðinlegt því þetta myndband er eitt það flottasta sem gert hefur verið að mínu mati.“ Saga segir myndatökuna hafa gengið vel fyrir sig. Forsíðan„Hún var mjög vingjarnleg. Annars er það hluti af mínu starfi að vera ekkert að kippa sér upp við það þótt fólk sé frægt, og ég passa mig auðvitað á því. Ég verð líka eiginlega að viðurkenna að ég er alveg rosalega ómannglögg og veit yfirleitt ekki hver neinn er,“ segir Saga, létt í bragði. Saga hefur átt mikilli velgengni að fagna í starfi og hefur meðal annars myndað fyrir Nike Women og Topshop, sem hún segir hafa verið mikilvægt fyrir ferilinn. Hún hefur fengið myndir eftir sig birtar í þekktum tímaritum á borð við Vogue Japan og í Dazed and Confused. M.I.A.M.I.A. er breskur listamaður sem öðlaðist frægð í gegnum tónlist, en fæst einnig við myndlist og leikstjórn. Hún hóf ferilinn sem kvikmyndagerðarmaður í London en fór fljótlega að leggja áherslu á tónlistarferil sinn og árið 2004 gaf hún út smáskífurnar Sunshowers og Galang sem hlutu góðar viðtökur. Síðan hefur M.I.A. meðal annars verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, tvennra Grammy-verðlauna og Mercury-verðlaunanna.Meðal þekktustu laga M.I.A. eru Paper Planes, Bucky Done Gun, Bad Girls og Matangi.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira