Lífið

Nýtt par í Hollywood?

Ástralski leikarinn Liam Hemsworth og Miley Cyrus endaðu trúlofun sína í September á síðasta ári og það lítur út fyrir að Hemsworth sé búinn að gleyma söngkonunni og farinn að leita á önnur mið.

Hinn 24 ára Hemsworth sem að leikur í The Hunger Games sást í síðustu viku á bar í Atlanta ásamt fögru leikkonunni Nina Dobrev sem að leikur eitt af aðalhlutverkunum í The Vampire Diaries. Þau létu vel að hvort öðru og segja sjónarvottar að þau séu án efa meira en vinir.  

Hemsworth sást eyða kvöldstund með hinni 25 ára Dobrev en þegar líða fór á nóttina smellti hann á hana innilegum kossi og þau kvöddu hvort annað. 



Nina Dobrev eyddii kvöldstund með Hemsworth á bar í Atlanta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.