Lífið

„Ég er ekki Laurence Fishburn“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP Nordic
Leikarinn Samuel L. Jackson skammaði fréttamann hjá KTLA stöðinni í Los Angeles fyrir að rugla sér saman við leikaranna Laurence Fishburne. Atvikið gerðist í beinni útsendingu þegar fréttamaðurinn, Sam Rubin, spurði Jackson út í Superbowl auglýsingu sína.

Jackson kannaðist nú ekki við að hafa verið í Superbowl auglýsingu sem virðist hafa slegið Rubin út af laginu. Jackson sagði þá: „Þú ert eins brjálaður og fólkið á Twitter. Ég er ekki Laurence Fishburne.“

„Við lítum ekki allir eins út. Við erum kannski svartir og frægir, en við lítum ekki allir eins út.“

„Við lítum ekki allir eins út. Við erum kannski svartir og frægir, en við lítum ekki allir eins út.“ Hann fannst skrítið að Sam Rubin væri afþreyingarfréttamaður stöðvarinnar og þekkti ekki muninn á sér og Fishburn. „Hún hlýtur að vera stutt röðin eftir þínu starfi,“ sagði Jackson.

Sannleikurinn er þó sá að svo virðist sem að Samuel L. Jackson hafi sjálfur ruglast enda var hann í Superbowl auglýsingu myndarinnar Captain America: Winter soldier. Jackson virðist því hafa hlaupið á sig þegar hann skammaði fréttamanninn.

Hér að neðan er hægt að sjá myndband af atvikinu og auglýsingarnar fyrir KIA sem Laurence Fishburne var í og Captain America: Winter soldier, sem Jackson var í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.